fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögregla rannsakar ásakanir Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood

Ræddi við lögreglu á mánudag – Undirbýr heimildarmynd til að varpa ljósi á níðingana

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum, LAPD, hefur staðfest að hún hafi nú til rannsóknar ásakanir leikarans Corey Feldman þess efnis að valdamiklir menn í Hollywood hafi tilheyrt barnaníðshring.

Feldman tilkynnti á dögunum að hann hygðist safna peningum fyrir heimildarmynd sem á að varpa ljósi á málið.

Ross Nemeroff, fulltrúi lögreglunnar í Los Angeles, segir við Hollywood Reporter að ávallt þegar slíkar ásakanir komi fram séu þær rannsakaðar. Feldman gaf lögreglu skýrslu um málið á mánudag og í kjölfarið hófst rannsókn lögreglu.

Feldman hefur á undanförnum árum tjáð sig um áreiti og kynferðisbrot valdamikilla karla í Hollywood á ungum og upprennandi leikurum. Í ævisögu sinni árið 2013 sagðist hann sjálfur og félagi hans, leikarinn Corey Haim heitinn, hafa orðið fyrir barðinu á níðingum í Hollywood þegar þeir voru yngri. Sagði hann að ofbeldið sem Haim varð fyrir hafi haft mikil áhrif á hann og í raun verið ástæða þess að hann lést langt fyrir aldur fram árið 2010, 38 ára aldri.

Feldman sagði á dögunum að hann væri að safna fjármunum fyrir heimildarmynd sem myndi afhjúpa níðingana í Hollywood. Hann gæti nefnt minnst sex nöfn, þar af einstaklinga sem enn eru valdamiklir í Hollywood.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“