fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslenskir auðmenn sagðir íhuga að flytja úr landi

Eru sagðir vilja komast hjá því að greiða hugsanlegan auðlegðarskatt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignamiklir Íslendingar eru sagðir íhuga að flytja úr landi vegna hugmynda um auðlegðarskatt upp á 1,5 prósent. Frá þessu greinir Viðskiptablaðið í dag.

Í grein blaðsins kemur fram að blaðið hafi heimildir fyrir því að þeir sem eiga hreina eign sem hleypur á milljörðum skoði nú að flytja úr landi verði auðlegðarskatti komið á. Einhverjir hafi þegar fundað með ráðgjöfum sínum og hleypur fjöldi þeirra sem þetta íhuga á tugum.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um hóflegan auðlegðarskatt fyrir kosningar, eða upp á 1,5 prósent. Óvissa ríkir um það hvaða flokkar verða í ríkisstjórn en greint hefur verið frá því að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafi rætt saman undanfarna daga um hugsanlega stjórnarmyndun.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á það að 1,5 prósent auðlegðarskattur af til dæmis tíu milljörðum króna sé 150 milljónir króna. Íbúð í Lundúnum og flutningur þangað væri því fljótur að borga sig.

Greint er frá því að eina leiðin til að komast hjá því að borga auðlegðarskatt sé að flytja lögheimili, skattalega heimilisfesti og mögulega allar eignir af landi brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi