fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg Eva dæmd í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða fyrrverandi kærasta

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Eva Löve hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hún stakk fyrrverandi kærasta sinn í brjóstkassann. Hún réðst inn á heimili hans í Norðurmýrinni grímuklædd ásamt öðrum manni þann 5. júní síðastliðinn. Ingibjörg Eva hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá.

Samkvæmt dómi réðst Ingibjörg Eva fyrst á fyrrverandi kærasta sinn með hafnaboltakylfu, en hún skiptist á því að beita henni ásamt manninum sem var dæmdur með henni. Ingibjörg Eva stakk svo manninn með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð yfir rifbili hægra megin á brjóstkassa en litlu mátti muna að hnífurinn snerti innri líffæri. Stungan lá nálægt slagæð aftan við rifbein og hefði getað valdið alvarlegri blæðingu.

Í dómi kemur fram að í íbúð mannsins hafi fundist fíkniefni á nokkrum stöðum en greinileg merki voru um neyslu og hugsanlega sölu fíkniefna. Fyrir utan húsið í garði upp við steinvegg fannst blóðugur hnífur og blóðug kylfa. Vitni að málinu lýsti því að hann hafi heyrt öskur úr húsinu og tvo karlmenn koma þaðan út en báðir hafi verið blóðugir. „[Vitnið] hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann“. Þá hafi ákærða sagt við meðákærða „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en meðákærði hafi sagt „ég faldi dótið“,“ segir í dómi.

Samkvæmt dómi var Ingibjörg Eva undir áhrifum fjölda fíkniefna. „Í ákærðu Ingibjörgu mældist 0,82% alkóhól, alprazólam 65 ng/mg, amfetamín 25 ng/ml, kókaín 125 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 17 ng/ml. Segir í matsgerðinni að alprazólam sé lyf við kvíða af flokki benzódíazepína sem hafi slævandi áhrif á miðtaugakerfið,“ segir í dómi.

Hún bar fyrir sig minnisleysi í skýrslutöku hjá lögreglu. „Kvað hún erindi sitt við brotaþola hafa verið að skila honum nokkru magni taflna sem hann átti. Þau hafi áður verið að „deita“. Hún hafi hringt í hann og hafi kona svarað í símann sem hún hafi rifist við en konan hafi haft í hótunum við hana. Hafi hún orðið reið og fengið meðákærða til að koma með sér til brotaþola til að vernda hana. Kannaðist hún við að hafa tekið með sér hafnaboltakylfu og raflostbyssu en kannaðist ekki við hníf. Hún kvaðst hafa orðið „ógeðslega reið“ og ætlað að lemja konuna,“ segir í dómi.

Í dómi segir að árás Ingibjargar Evu hafi verið heiftúðug. „Þótt ósannað sé að sá ásetningur hafi vaknað hjá ákærðu á fyrri stigum að ráða brotaþola bana var atlaga hennar að honum heiftúðug. Linnti hún ekki látum þó að brotaþoli stæði vopnlaus frammi fyrir henni, þá þegar sár eftir höfuðhöggið sem hún hafði veitt honum. Lagði hún til hans með hnífnum, sem hún vissi að var flugbeittur. Gat henni ekki dulist á verknaðarstundu að mannsbani gæti hlotist af atlögu í brjóstkassa með svo hættulegu vopni,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi