fbpx
Fréttir

Kristín spyr íslenska kjósendur: Hvað er eiginlega að?

„Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur?“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 09:00

„Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur?“

Þetta eru spurningar sem brenna á vörum Kristínar Ólafsdóttur, pistlahöfundar Fréttablaðsins, sem skrifar bakþanka í blaðinu í dag.

Þar gerir Kristín upp nýafstaðnar kosningar og bendir á að grunnástæða þess að gengið var til kosninga hafi verið sú að upp kom alvarleg krafa um breytingar.

„Krafa um tafarlaust lát á einhverju ástandi og jafnvel krafa um eitthvað alveg nýtt. En svo liðu sex vikur og á þessum sex vikum virðast þessar kröfur hafa seytlað út um heilann á þjóðinni,“ segir Kristín og bendir á kynjahallann á Alþingi sem ekki hefur verið meiri frá árinu 2007.

„Við kusum konur burt í hrönnum. Nei, takk! Sama og þegið, kellingar, farið með ykkar málefni eitthvert annað, glumdi í þjóðarsálinni þegar atkvæði voru talin á kosninganótt,“ segir Kristín sem bætir við að karlar hafi verið valdir í staðinn.

„Og ekki bara fleiri karla, heldur sömu karlana. Og það virðist ekki skipta okkur máli þótt þeir séu kannski rasistar eða beri ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir konum. Velkomnir og velkomnir aftur!,“ segir hún og bætir við að meðalaldur þingmanna hafi hækkað um sex ár.

„Við settum hagsmunagæsluna í hendur aldinna og íhaldssamra. Miðaldra karlar hafa enn einu sinni betur gegn ungum konum.

Af hverju gleymum við? Af hverju fögnum við þegar óvænt er boðað til kosninga en kjósum svo nákvæmlega það sama yfir okkur, aftur og aftur og aftur? Af hverju brýtur fólkið, sem náði vissulega meirihluta á þingi og talar hæst allra fyrir mótvægi við ríkjandi vængnum, ekki odd af oflæti sínu og myndar bara stjórn?,“ spyr Kristín í pistlinum sem endar hann á þessum orðum:

„Af hverju er aldrei hægt að knýja fram breytingar? Af hverju blikkum við augunum og sömu, gömlu karlarnir halda enn og aftur á lyklunum og þeir hjakkast á skránni og dyrnar galopnast og þeim eru allir vegir færir?

Hvað er eiginlega að?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður