Fréttir

Engin dauðsföll af völdum snustóbaks?

Talan 0 vekur athygli í tímaritinu The Lancet

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 21:30

Nýlegar tölur sem birtust í hinu virta vísindariti The Lancet gefa til kynna að munntóbak sé mun skaðminna en reyktóbak. Í umfjölluninni kemur fram að sex milljónir manna deyi árlega á heimsvísu af völdum reykinga.

Í umfjöllun TV2 í Noregi um þetta mál er bent á að dauðsföll af völdum snustóbaks í heiminum séu engin svo vitað sé, ef marka má þær tölur sem birtast í The Lancet. Annað reyklaust tóbak; indverskt munntóbak sem dæmi er talið draga 48 þúsund manns til bana árlega.

Snustóbak hefur verið vinsælt á undanförnum árum á Norðurlöndunum og hefur útbreiðsla þess aukist ár frá ári.

Stein Emil Vollset, yfirmaður hjá norsku Lýðheilsustofnuninni, segir að þessar tilteknu niðurstöður séu athyglisverðar. En, eins og bent er á í umfjöllun TV2, þá er ekki hægt að fullyrða að tóbakið sé þar með sagt skaðlaust þó þessar tilteknu niðurstöður gefi það til kynna.

„Rannsóknir og þekking okkar er tiltölulega skammt á veg komin,“ segir hann. Í því ljósi segir Vollsett að talan 0 birtist fyrir aftan snustóbak í umfjöllun The Lancet. „Til grundvallar þessum tölum þarf ákveðinn fjöldi dauðsfalla að liggja en þessi skýrsla er byggð á þeim upplýsingum sem við höfum í dag. Snustóbak á sér ekki mjög langa sögu í okkar samfélagi,“ bætir hann við.

Umræðan um skaðsemi munntóbaks, snustóbaks þar á meðal, hefur verið fyrirferðamikil á undanförnum árum. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum en engum dylst þó að reykingar eru hættulegar heilsunni, enda liggja margar rannsóknir til grundvallar þeirri fullyrðingu.

Karl Erik Lund, yfirmaður rannsókna hjá norsku Lýðheilsustofnuninni, hefur stundað rannsóknir á munntóbaki, snusi þar á meðal, og reyktóbaki. Hann hefur látið hafa eftir sér að reyklaust tóbak sé 90 prósent skaðminna en reyktóbak. Í viðtali við TV2 segist hann enn vera þeirrar skoðunar að reyktóbak sé mun skaðlegra heilsunni.

Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, hvetur fólk til að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Þegar hann er spurður hvort hann telji að snustóbak sé skaðlegt segist hann ekki vera í nokkrum vafa um það. „Það er komið í ljós að notkun á snusi er áhættusöm,“ segir hann og bætir við að frekari rannsókna sé þörf. Allt eins geti verið að snustóbak sé mun skaðlegra en meginþorri fólks og vísindamanna telur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fólkið á bak við velgengni strákanna

Fólkið á bak við velgengni strákanna
Fréttir
Í gær

Ráðist á mann með hamri

Ráðist á mann með hamri
Fréttir
Í gær

Ari Jósepsson sendir strákunum okkar góða strauma og heldur í vonina: „Annars er sumarið ónýtt sko“

Ari Jósepsson sendir strákunum okkar góða strauma og heldur í vonina: „Annars er sumarið ónýtt sko“
Fréttir
Í gær

Logi Bergmann útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 25 árum eftir að hann hóf nám

Logi Bergmann útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 25 árum eftir að hann hóf nám
Fréttir
Í gær

Lögreglan hafði í nógu að snúast á tónlistarhátíðin Secret Solstice – Tugir fíkniefnamála

Lögreglan hafði í nógu að snúast á tónlistarhátíðin Secret Solstice – Tugir fíkniefnamála
Fréttir
Í gær

Íslendingar kaupglaðari vegna HM

Íslendingar kaupglaðari vegna HM
Fréttir
Í gær

Skógjöf Íslendinga afhent til SOS barnaþorpa í Nígeríu daginn fyrir leik liðanna á HM

Skógjöf Íslendinga afhent til SOS barnaþorpa í Nígeríu daginn fyrir leik liðanna á HM