fbpx
Fréttir

Ármann: „Ef þetta er að koma úr Bárðarbungu getur þetta verið undanfari meiri viðburða“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 11:37

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í morgun með fulltrúum Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Farið var yfir stöðu og þróun mála Jökulsár á Fjöllum en rafleiðni þar hefur aukist undanfarnar vikur og hefur áin verið mórauð.

Í tilkynningu sem Veðurstofan sendi frá sér í morgun kemur fram að ekki sé mikil breyting á rafleiðni frá því í gær, en nýjustu mælingar sýni sömu leitni og undanfarnar tvær vikur.

Upptök vatnsins eru enn óljós og þarf nánari greiningu gagna og vettvangsferð á svæðið. Í framhaldinu var ákveðið að greina þau gögn sem eru til staðar, til dæmis vatnamælagögn, gervitunglamyndir, skjálftagögn, óróagögn og fleira. Ekki er líklegt að það verði flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs, en vonast er til að hægt verið að fara á vettvang sem fyrst.

Í Fréttablaðinu í dag segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur að tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða, í Bárðarbungu eða Kverkfjöllum. Ef upptökin væru í Bárðarbungu væri hlaupið að líkindum stærra. Ef þetta komi úr Kverkfjöllum þá sé líklega um hefðbundið gengissig að ræða.

„Ef þetta er að koma úr Bárðarbungu getur þetta verið undanfari meiri viðburða,“ segir Ármann sem tekur fram að ómögulegt sé að segja til um það fyrr en flogið verður yfir svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“