14 fermetra herbergi til leigu á 100 þúsund: „Meðan þú ert í sturtu getur þú gert stykkin þín“

14 fermetra herbergi við Hraunbæ í Reykjavík býðst nú áhugasömum til leigu. Líkt og sjá má hefur leigusali náð að koma fyrir þvottavél, ísskáp, fataskáp og rúmi í 14 fermetra rými en það sem vekur hvað mesta athygli er sturtu- og salernisaðstaðan. Óhætt er að fullyrða að hún er nokkuð frumstæðari en Íslendingar eiga að venjast en líkt og sést á meðfylgjandi mynd þá hefur salerninu verið komið fyrir inni í sturtuklefanum.

Herbergið er auglýst til leigu inni á Facebookhópunm Leiga á Íslandi – Rent in Iceland. Fram kemur í auglýsingunni að herberginu fylgi húsgögn og sérinngangur og allt sé innifalið. Farið er fram á 100 þúsund krónur í leigu á mánuði auk andvirði mánaðarleigu í tryggingu.

Ljósmynd/Skjáskot af facebook.
Ljósmynd/Skjáskot af facebook.

Hefur auglýsingin vakið talsverða athygli og umræður innan hópins sem og víðar á Facebook.

„Sláðu tvær flugur í einu höggi. Meðan þú ert í sturtu getur þú gert stykkin þín,“ ritar einn netverji og annar tekur í sama streng. „Hvað er að??? Hverjum dettur þetta í hug??? Ég er orðlaus.“

Ljósmynd/Skjáskot af facebook.
Ljósmynd/Skjáskot af facebook.

Kidda Svarfdal, eigandi og ritstjóri Hún.is deilir auglýsingunni á facebook og lýsir yfir hneykslan sinni.

Ok. Þetta er með algjörum ólíkindum að svo mörgum ástæðum:
1. 100.000 kronur fyrir eitt herbergi.
2. Það er ALLT í sama herberginu, salerni, svefnherbergi og eldhús.
3. KLÓSETTIÐ ER INNI Í STURTUNNI, GOTT FÓLK! INNI Í STURTUNNI.
FOR REAL! Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Ég man þá tíð þegar maður leigði íbúðir á 1000 kr fermetrann. Þá ætti þetta herbergi að leigjast á 14 þúsund. Ég myndi samt ekki leigja þetta! Sorry!
Bjóða fólki í heimsókn. „já þarftu á klósettið? það er þarna inni í sturtunni. Ég skal ekki horfa!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.