fbpx
Fréttir

WOW air hefur flug til JFK

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 09:04

Þann 26. apríl mun WOW air fljúga sitt fyrsta flug á John F. Kennedy flugvöll í New York. Þangað verður flogið daglega næsta sumar en sala á flugsætum hófst í morgun.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að einnig verði áætlunarferðum á Newark-flugvöll fjölgað úr sjö í þrettán. Samanlagt mun WOW air bjóða upp á 20 flug á viku á milli Íslands og New York sumarið 2018.

„New York flugin okkar hafa gengið mjög vel enda einstök borg í alla staði. Með því að bæta JFK flugvelli við svo og að nánast tvöfalda tíðnina á Newark flugvöll erum við að stórauka framboð okkar sem mun styrkja leiðarkerfið okkar enn frekar. Einnig höfum við fundið fyrir mun meiri viðskiptafarþegum undanfarið og aukin tíðni er liður í að þjónusta þeirra þarfir enn betur,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í tilkynningunni.

Auk New York býður WOW air upp á flug til 13 borga í Norður Ameríku: Boston, Washington D.C., Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Los Angeles, Miami, Montréal, Pittsburgh, San Francisco, St. Louis og Toronto.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður