Vigdís ósátt við Gísla: „Af hverju rís fólk með sómakennd ekki upp?“ - „Þátturinn sem Sigmundur Davíð þorir ekki í“

Vigdís Hauksdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins er afar ósátt með nýja auglýsingu Ríkisútvarpsins fyrir þáttinn Vikan, en þættinum er stýrt af Gísla Marteini Baldurssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Auglýsing fyrir þáttinn var meðal annars sýnd í kvöld. Þar segir að Sigmundur Davíð þori ekki í þátt Gísla Marteins. Þegar Gísli stýrði þættinum sunnudagsmorgun á Rúv, sambærilegum þætti og Gísli stýrir núna tókust þeir Sigmundur og Gísli nokkuð harkalega á.

Í auglýsingunni eru lesnar upp nokkrar fullyrðingar sem flestar eiga það sameiginlegt að vera ósannar. Er ekki farið í felur með það. Jóhanna Vigdís byrjar kynningu á þættinum á að segja fólki að missa ekki af Edduverðlaunaþættinum. Því mótmælir Gísli sjálfur í auglýsingunni. Þá er sagt að þátturinn sé vinsælasti spjallþáttur á Íslandi í dag.

„Erum við ekki eini spjallþáttur landsins?“ spyr þá Gísli.

„Þátturinn sem góða fólkið elskar og vonda fólkið elskar að hata,” segir Jóhanna Vigdís þá.

„Þetta er ekki rétt,“ segir Gísli Marteinn.

„Þátturinn sem Sigmundur Davíð þorir ekki í...,” segir Jóhanna og þá yptir Gísli Marteinn öxlum. Í raun var þetta eina fullyrðingin sem hann svaraði ekki.

Viðtal Gísla við Sigmund vakti mikla athygli fyrir þremur árum
Tókust á fyrir 3 árum Viðtal Gísla við Sigmund vakti mikla athygli fyrir þremur árum
Mynd: Skjáskot af vef RÚV

Sumir myndu telja að um góðlátlegt grín sé að ræða en Vigdís Hauksdóttir er á öðru máli og er lítt hrifin af þessari auglýsingu og spyr: „Af hverju segir enginn neitt - af hverju gerir ekki einhver eitthvað - af hverju rís fólk með sómakennd ekki upp?“

Segir hún auglýsinguna búna að glymja undanfarnar vikur. Hún spyr:

„Er þetta eðlilegt hjá ríkisfjölmiðli? Hvað er eiginlega um að vera þarna upp í Efstaleiti?

Vigdís fær miklar og góðar undirtektir frá vinum sínum á Facebook. Þar heldur Guðmundur Jónas Kristjánsson því fram að á RÚV sé meiriháttar vinstri slagsíða.

En það sem ég skil ekki og pirrar mig mjög hvers vegna hreinsaði Framsókn/ og Sjálfstæðisflokkur þarna EKKI til á sínum tíma þegar þeir voru í meirihlutastjórn í RÚV?

Vigdís deilir eldri DV frétt frá október 2014 þar sem segir í fyrirsögn: Vigdís vill tálka innan úr RÚV sem ekki fellur undir lögbundið hlutverk stofnunarinnar.” Þá segir hún:

„Ég gerði allt sem ég gat 2014.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.