fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þessir Íslendingar eru í Paradísarskjölunum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 22:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir Íslendingar eru í Paradísarskjölunum svokölluðu. Þetta kemur fram á RÚV í umfjöllun um gagnaleka sem inniheldur 13,4 milljónir skjala. Þeim hefur verið deilt með um 400 blaðamönnum.

Í skjölunum eru nokkur kunnugleg nöfn. Þar er að finna Björgólf Thor Björgólfsson og Gísla Hjálmtýsson. Þeir eiga félög á Bermúda. Í umfjöllun RÚV kemur fram að Gísli hafi rekið fjárfestingarsjóð sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóða. Þá er Róbert Guðfinnsson þar einnig en hann á félag á Möltu. Sagði hann í samtali við RÚV að hann teldi Möltu ekki til aflandssvæða.

Í frétt RÚV segir að það sem vekur helsta athygli sé, að í skjölunum sé að finna starfsmenn Landsvirkjunar en það notaði aflandsþjónustu fyrir 14 árum til að stofna tryggingafélag að nafni Icelandic Power Insurance Ltd. Fjallað var um þetta fyrir ári en tveir starfsmenn stýra því launalaust og er því ætlað að draga úr kostaði við tryggingar á virkjunum og öðrum dýrmætum eignum fyrirtækisins. Í umfjöllun fyrir ári var Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar spurður út í þetta. Sagði hann að Ríkisendurskoðun, Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hefðu allar upplýsingar um félagið.

Það var stofnað til að draga úr kostnaði við tryggingar á virkjunum og öðrum stóreignum fyrirtækisins og stjórnendur Landsvirkjunar sögðu í fyrra að Ríkisendurskoðun, Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið hefðu haft allar upplýsingar um fyrirtækið frá upphafi.

„ … en það er hins vegar mikilvægt að hafa það í huga að það er ýmiss konar annars konar starfsemi í þessum löndum heldur en þessi aflandsfélög sem við þekkjum. En ég tel algjörlega eðlilegt að stjórn Landsvirkjunar taki það til skoðunar.“

Kom til álit að breyta fyrirkomulaginu. Ákvörðun var að lokum tekin og hún var sú að halda tryggingamálum í sama farinu.

Forstjóri Orkuveitunnar var spurður út í af hverju ekki væri stofnað íslenskt félag um þessi mál. Hann svaraði:

„Það er vegna þess að íslensk lög leyfa það ekki að fé sem safnast upp í félögum af þessum toga, á Íslandi, að það sé ekki skattlagt. Rekstrarhagnaður af þessu félagi, hann yrði skattlagður að fullu á hverju ári. Þá er hagkvæmnin að mestu ef ekki öllu leyti farin úr þessari aðferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“