Fréttir

Slátrarinn frá Pakistan handtekinn í Ungverjalandi – Leyndist í hópi flóttamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 07:49

Einn eftirlýstasti maður Pakistans var nýlega handtekinn í Ungverjalandi en þar leyndist hann í hópi flóttamanna. Pakistanska lögreglan hefur nefnt manninn „Slátrarann frá Pakistan“. Hann er 35 ára og er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir að minnsta kosti 70 morð og því enginn furða að lögreglan hafi mjög gjarnan viljað hafa hendur í hári hans. Hann virðist hafa haft það að atvinnu að myrða fólk gegn greiðslu.

Ungverska lögreglan handtók hann nærri bænum Boly, sem er um 200 km sunnan við Búdapest, nærri landamærum Króatíu og Serbíu. Hinn handtekni ætlaði ekki að stoppa í Ungverjalandi því hann hafði hug á að komast til Austurríkis.
Austurríska lögreglan hafði haft veður af ferðum mannsins og kom ábendingu til ungversku lögreglunnar sem handtók hann. Alþjóðalögreglan Interpol hafði einnig gefið út handtökuskipun á hendur manninum. Hann fannst í skógi ásamt 41 flóttamanni til viðbótar.

Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort maðurinn verði framseldur til Pakistans.

Kronen Zeitung segir að maðurinn hafi ekki verið á staðnum sem flóttamaður heldur hafi hann verið búinn að skipta um vinnu og hafi verið byrjaður að starfa við smygl á fólki. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“