fbpx
Fréttir

Slátrarinn frá Pakistan handtekinn í Ungverjalandi – Leyndist í hópi flóttamanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 07:49

Einn eftirlýstasti maður Pakistans var nýlega handtekinn í Ungverjalandi en þar leyndist hann í hópi flóttamanna. Pakistanska lögreglan hefur nefnt manninn „Slátrarann frá Pakistan“. Hann er 35 ára og er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir að minnsta kosti 70 morð og því enginn furða að lögreglan hafi mjög gjarnan viljað hafa hendur í hári hans. Hann virðist hafa haft það að atvinnu að myrða fólk gegn greiðslu.

Ungverska lögreglan handtók hann nærri bænum Boly, sem er um 200 km sunnan við Búdapest, nærri landamærum Króatíu og Serbíu. Hinn handtekni ætlaði ekki að stoppa í Ungverjalandi því hann hafði hug á að komast til Austurríkis.
Austurríska lögreglan hafði haft veður af ferðum mannsins og kom ábendingu til ungversku lögreglunnar sem handtók hann. Alþjóðalögreglan Interpol hafði einnig gefið út handtökuskipun á hendur manninum. Hann fannst í skógi ásamt 41 flóttamanni til viðbótar.

Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort maðurinn verði framseldur til Pakistans.

Kronen Zeitung segir að maðurinn hafi ekki verið á staðnum sem flóttamaður heldur hafi hann verið búinn að skipta um vinnu og hafi verið byrjaður að starfa við smygl á fólki. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi

Framsóknarmenn með hæstu launin á þingi
Fréttir
Í gær

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“

Umdeild hænsnarækt í fjölbýlishúsi: „Gaggið í þeim er afar þreytandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna

Líkamsárás í Hafnarfirði – Kona réðst á lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Síðustu orðin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning

Morgunblaðið segir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki í takt við almenning
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður

Kolefnisútstreymi úr Kötlu segir ekkert til um hvort gos sé í aðsigi eða hve stórt það verður