fbpx
Fréttir

Ríkið þarf að greiða Agli tvær milljónir vegna „rapist bastard“ ummæla Inga

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 09:53

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt Agli Einarssyni í vil vegna dóms Hæstaréttar þar sem Ingi Kristján Sigurmarsson var sýknaður af meiðyrðum gagnvart Agli. Ingi Kristján birti á Instagram-síðu sinni mynd af forsíðumynd af Agli í tilefni af viðtali við Monitor og skrifaði yfir „Fuck you rapist bastard“.

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið skaðabótaskylt og þarf ríkið að greiða Agli ríflega tvær milljónir króna. Málið á rætur sínar að rekja til nauðgunarkæru á hendur Agli sem síðan var fellt niður hjá Ríkissaksóknara.

Dóm Mannréttindadómstóls Evrópu má lesa hér.

Egill fór fram á fyrir Hæstarétti að ummæli Ingi yrðu dæmd dauð og ómerk og fór hann einnig fram á 500 þúsund krónur í skaðabætur. Tveir af þremur dómurum Hæstaréttar töldu að „rapist bastard“ ummælin væru gildisdómur um Egil en ekki staðhæfing um að hann hafi gerst sekur um nauðgun.

Dómararnir tveir, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson, voru sammála því að tjáning Inga Kristjáns hafi verið innan þeirra marka þess frelsis sem honum er trygg og því ætti að sýkna hann af kröfum Egils. Mannréttindadómstól Evrópu var ekki sammála þessari niðurstöðu og töldu dómarar þar að með þessu væri vegið að einkalífi Egils.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?