Óvænt sjón mætti fjallgöngu- manninum á toppi fjallsins – Hver kom þessu fyrir?

Evrest státar ekki af skúlptúr á borð við þann sem er á toppi Ötscher fjallsins í Austurríki.
Evrest státar ekki af skúlptúr á borð við þann sem er á toppi Ötscher fjallsins í Austurríki.

Fyrir rúmri viku gekk Marika Roth á fjallið Ötscher í Austurríki og náði upp á topp á þessu 1.893 metra háa fjalli. Hún bjóst að sjálfsögðu við stórkostlegu útsýni og fegurð frá fjallstoppnum en átti auðvitað enga von á að þar væri búið að koma fyrir höggmynd og hvað þá höggmynd af getnaðarlim karls.

En það var einmitt sú sjón sem mætti henni á toppi fjallsins. Þar var búið að koma fyrir útskornu tré sem er eins og getnaðarlimur karlmanns. Ekki er vitað hver eða hverjir komu limnum fyrir á toppi fjallsins. Raunar taka heimamenn þessu uppátæki vel og vonast til að limurinn muni draga ferðamenn til svæðisins. Metro skýrir frá þessu.

Mynd: Facebook.

Limurinn virðist kannski vera risastór þegar myndin er skoðuð en í þessu samhengi skiptir stærðin ekki máli því hann er „bara“ einn og hálfur metri á hæð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.