Fréttir

Haukur stefndi Áslaugu og tapaði: Sakaður um kynferðislega áreitni og kærði blaðamanninn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 17:42

Haukur S. Magnússon fyrrverandi ritstjóri Reykjavík Grapevine var sakaður um kynferðislega áreitni af þremur kvenkyns undirmönnum. Konurnar þrjár sem voru lærlingar á blaðinu sendu bréf til útgefanda Grapevine þar sem þær kvörtuðu undan hegðun Hauks. Þær sögðu meðal annars að hann hefði snert þær á kynferðislegan hátt og oft verið með kynferðislegar athugasemdir. Ein kvennanna sagðist hafa leitað til Stígamóta vegna vanlíðunar. Haukur lét af störfum hjá Grapevine stuttu eftir umfjöllun um málið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir skrifaði um málið í Stundina. Í einu bréfanna segir einn starfsmaðurinn:

„Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“

Haukur hafnaði öllum ásökunum. DV birti frétt um málið í febrúar 2016.

„Ég get hins vegar sagt ykkur hér og nú að samviska mín er 100% hrein og að ég er með öllu saklaus af hverju því sem borið er á mig. Sem ég veit reyndar enn ekki hvað er. Spáið í því,“ skrifaði Haukur á Facebook. Hann steig í kjölfarið til hliðar sem ritstjóri. Þá fór hann í meiðyrðamál við Áslaugu. Mat lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ummælin í bréfinu ærumeiðandi. Vilhjálmur hefur staðið í ströngu þessa dagana en í dag fagnaði hann sigri þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi Agli Einarssyni í vil. Dómur í máli Áslaugur og Hauks var kveðinn upp í gær. Tapaði Haukur málinu en hann gerði kröfu um 2 milljóna króna skaðabætur.

Áslaug tjáir sig um málið nú fyrir stundu á samskiptamiðlum. Þar segir Áslaug að dómurinn hafi verið afdráttarlaus og niðurstaðan sé að fréttin hafi verið faglega unnin og efnið átt erindi til almennings. Þá segir einnig að í fréttinni sé ekki staðhæft að Haukur sé sekur og lýsing á meintri framkomu sé í gæsalöppum.

Haukur kærði ekki Stundina í þessu tilviki. Vilhjálmur H. gaf þá útskýringu að ekki hafi verið þörf á að stefna Stundinni. Vilhjálmur sagði:

„Hún skrifar greinina undir fullu nafni og ef ekki þarf að stefna fjölmiðlinum þá er honum ekki stefnt.“

Um niðurstöðuna segir Áslaug:

„Það var svolítið skrítið að standa í meiðyrðamáli, vegna fréttar af meintri kynferðislegri áreitni yfirmanns, í miðjum #höfumhátt og #metoo stormi, en ef markmiðið var að þagga niður umfjöllun um brot gegn kynfrelsi kvenna þá var tilgangnum ekki náð,“ segir Áslaug og bætir við:

„Sama dag og sýknudómurinn féll voru ritstjórar mínir í yfirheyrslum hjá héraðssaksóknara vegna fréttaflutnings. Enn er í gildi lögbann á Stundina. Tvö önnur meiðyrðamál gegn blaðamönnum Stundarinnar eru í ferli. Hvaða önnur starfsstétt á Íslandi býr við þennan veruleika?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 8 klukkutímum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“
í gær

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt
Fréttir
í gær

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir