Sjáðu eldingarnar á suðvesturhorninu í gær

Þrumur og eldingar fylgdu lægðinni sem fór yfir Ísland í gær. Slíkt er sárasjaldgæft á Íslandi en hér fyrir neðan má sjá myndband af þrumum og eldingum á suðvesturhorninu.

Um klukkan níu í gærkvöldi sló niður eldingu í Suðurnesjalínu 1 og rafmagn fór af öllum Reykjanesskaganum með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki.

Rétt fyrir klukkan ellefu varð Rimakotslína 1 fyrir eldingu og við það urðu Vík í Mýrdal, nærsveitir og Vestmannaeyjar rafmagnslausar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.