Sigurður Ingi vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun – Katrín boðuð á fund

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir á Facebook-síðu sinni að hann vilji mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun. Líkt og hefur verið greint frá sleit hann stjórnarmyndunarviðræðunum fyrr í dag. Ástæðan mun vera sú að flokkurinn telur meirihlutann of tæpan, eða 32 þingmenn gegn 31. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hefur boðað Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, til fundar við sig á Bessastöðum í dag klukkan fimm.

Sigurður Ingi segir að þau verkefni sem séu fram undan krefjist þess að ríkisstjórnin hafi traustan meirihluta. „Að mati okkar Framsóknarmanna þarf að mynda trausta ríkisstjórn sem stuðlar að pólitískum, félagslegum og efnahagslegum stöðugleika. Framundan eru stór verkefni í íslensku samfélagi, eins og kjarasamningar, sem þarfnast þess að mynduð sé ríkisstjórn í landinu sem býr að traustum meirihluta. Stóra verkefnið í íslenskum stjórnmálum í dag er að endurreisa traust og skapa sátt í samfélaginu okkar. Það þarf að mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.