Ráðist á 16 ára son Ernu og hann skilinn eftir í blóði sínu: „Þetta er náttúrulega bara pjúra mannvonska“

Skilinn eftir með höfuðáverka, blóðugur og marinn - Er með fjölda greininga á bakinu

Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.
Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.

„Ég skil ekki alveg af hverju hann er bara tekinn upp í lögreglubíl eins og ástandið var á honum, stórslasaður,“ segir Erna Marín Baldursdóttir móðir 16 ára pilts sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás við Glæsibæ í Reykjavík aðfaranótt föstudags og skilinn eftir í blóði sínu. Hann var ekki fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku heldur í lögreglubíl þar sem að hann var talinn vera undir áhrifum. Síðar kom í ljós að svo var ekki.

Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Kveðst Erna Marín hafa fengið símhringingu frá lögreglu aðfaranótt föstudags þar sem henni var greint frá því að sonur hennar hefði fundist liggjandi einhvers staðar nálægt Glæsibæ og var hann í kjölfarið fluttur í lögreglubíl á bráðamóttöku.

„Þegar ég kem þarna og spyr hvað hafi gerst þá áætla allir, hjúkrunarfræðingar, læknar og lögregla að að hann sé bara undir svona miklum áhrifum,“

segir Erna Marín og bætir við að síðar meir hafi sonur hennar verið settur í fíkniefnapróf og engin efni hafi þá mælst í honum.

Þá kemur fram að pilturinn hafi hlotið mikla áverka á höfði við árásina, opið sár á hnakkag og glóðaraugu. Þá er hann með för eftir kverkatak á hálsi og blóðugur og marinn um líkamann. Árásarmennirnir eru ófundnir og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

„Þetta er náttúrulega bara pjúra mannvonska og enginn á svona skilið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.