Nöfn tuga Íslendinga í gagnalekanum frá Bermúda

Lögfræðistofan Appleby er staðsett á Bermúda eyjum. Ljósmynd/Wikipedia.
Lögfræðistofan Appleby er staðsett á Bermúda eyjum. Ljósmynd/Wikipedia.

Íslend­ing­ar eru meðal þeirra sem nýttu sér skatta­skjól sam­kvæmt hinum svokölluðu Paradísarskjöl­um frá App­le­by-lög­manns­stof­unni á Bermúda. 96 fréttamiðlar í 67 lönd­um byrjuðu að fjalla um skjölin í gærkvöldi en það var þýska blaðið Süddeutsche Zeitung sem komst yfir gögnin og deildi áfram. Þetta kemur fram á vef Reykjavik Media sem kemur að rannsókn málsins hér á landi ásamt RÚV.

Para­dís­ar­skjöl­in veita inn­sýn í skattap­ara­dís­ir víða um heim um það hvernig efnað fólk og alþjóðleg stór­fyr­ir­tæki nýta sér gluf­ur í kerf­inu til borga minni skatta eða fela eign­ir sín­a, líkt og fram kemur á vef Reykjavik Media.

Fram kemur að nöfn nokkurra tuga Íslendinga sé að finna í skjölunum en skjölin koma innan úr lögfræðistofunni Appleby á Bermúda eyjum og innan úr Asiaciti sjóðnum í Singapúr. Í skjölunum má einnig finna upplýsingar úr 19 fyrirtækjaskrám á þekktum lágskattasvæðum eins og Möltu, Bermúda og Cayman eyjum.

Ísland er þó smátt í þessum gagnaleka þegar miðað er við Panamaskjölin og þá hafa ekki fundist nöfn íslenskra stjórnmálamanna í gögnunum. Fjallað verður um nokkra af þeim Íslendingum sem koma fyrir í skjölunum í fréttaskýringaþættinum Kveikur sem sýndur verður á RÚV næstkomandi þriðjudag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.