Fréttir

Fullyrt að stjórnarmyndunarviðræðum hafi verið slitið

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 12:38

Framsóknarflokkurinn hefur slitið stjórnarmyndunarviðræðunum. Frá þessu greinir mbl.is og vísar í heimildir.

Ástæðan mun vera sú að flokkurinn telur meirihlutann of tæpan, eða 32 þingmenn gegn 31.

DV hefur reynt að ná tali af formönnum þeirra flokka sem að viðræðunum hafa staðið en án árangurs. Að sögn mbl.is ber Framsókn ekki traust til Pírata með svo nauman meirihluta á bak við sig.

Greint var frá því í morgun að góður gangur væri í viðræðunum og formenn flokkanna sem að viðræðunum hafa staðið væru hóflega bjartsýnir. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær að framhald viðræðnanna myndi ráðast í dag.

Í frétt RÚV í morgun sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, talsmaður Pírata, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist hóflega bjartsýnn; hann væri ekki í þessum viðræðum nema telja að samstarfið gæti orðið að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“