Fólkið sem lést í höfninni lætur eftir sig tveggja ára dóttur

Fjölskyldan sem lést þegar bíll þeirra fór í höfnina á Árskógssandi á föstudaginn var af pólskum uppruna. RÚV greinir frá þessu.

Bíll þeirra fór fram af bryggjunni við höfnina þar sem Hríseyjarferjan var leggja á stað til eyjarinnar. Hjónin og fimm ára dóttir þeirra létust.

Tveggja ára dóttir þeirra var í Hrísey og er hún nú hjá ættingjum sínum. Minningarathöfn verður haldin í Hríseyjarkirkju klukkan sex og er verið að undirbúa söfnunarreikning til styrktar ættingjum fólksins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.