Ekki sjón að sjá garðinn hennar Vigdísar: „Það er eins og geimskip hafi lent hérna“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta er bara eins og eftir alvöru fellibyl. Drottinn minn dýri. Það er eins og geimskip hafi lent hérna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, í myndbandi sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Þar sýnir hún aðkomuna í bakgarði sínum í Hlíðunum þar sem tré rifnaði upp um rótum í nótt. Óveðrið í gær hefur sennilegast ekki farið fram hjá neinum á Suðurlandi en vindhviður fóru allt upp í 35 til 40 metrar á sekúndu.

„Hvernig losnar maður við svona? Alltaf einstakir atburðir sem gerast í kringum mig - n.b ég bý í Hlíðunum - ekki undir Hafnarfjalli,“ skrifar Vigdís. Hún segir í samtali við DV að hún hafi verið heppin að tréð féll í þess átt. „Það var heppni að tréð féll í þessa átt - annars værum við hér gluggalaus á þremur hæðum,“ segir Vigdís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.