fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ekki sjón að sjá garðinn hennar Vigdísar: „Það er eins og geimskip hafi lent hérna“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara eins og eftir alvöru fellibyl. Drottinn minn dýri. Það er eins og geimskip hafi lent hérna,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, í myndbandi sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Þar sýnir hún aðkomuna í bakgarði sínum í Hlíðunum þar sem tré rifnaði upp um rótum í nótt. Óveðrið í gær hefur sennilegast ekki farið fram hjá neinum á Suðurlandi en vindhviður fóru allt upp í 35 til 40 metrar á sekúndu.

„Hvernig losnar maður við svona? Alltaf einstakir atburðir sem gerast í kringum mig – n.b ég bý í Hlíðunum – ekki undir Hafnarfjalli,“ skrifar Vigdís. Hún segir í samtali við DV að hún hafi verið heppin að tréð féll í þess átt. „Það var heppni að tréð féll í þessa átt – annars værum við hér gluggalaus á þremur hæðum,“ segir Vigdís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“