fbpx
Fréttir

Dæmdur fyrir snertingu en sýknaður af að hafa sett fingur í leggöng

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 11:07

Karlmaður fæddur árið 1989 hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið inn í herbergi þar sem kona svaf klæðalítil og strokið henni um lærin.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið fingur í leggöng hennar en sýknaður af því. Dómari komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að sálfræðingur bæri vitni um að konan lýsti einkennum áfallastreituröskunar þá væri of mikill vafi uppi um hvort maðurinn hafi stungið fingri í leggöng konunnar gegn hennar vilja. Atvikið átti sér stað árið 2015.

Óumdeilt var í dómnum að maðurinn hefði farið inn í herbergið þar sem konan lá sofandi. Hann viðurkenndi að hafa strokið um læri hennar en vildi meina að það hafi verið vinarþel og hann hafi með þessu viljað gera vart við sig.

„Þessum framburði ákærða er hafnað eins og að framan greinir og verður lagt til grundvallar að háttsemi ákærða hafi verið af kynferðislegum toga. Breytir hér engu að brotaþoli hafi ekki lýst stroku á læri, enda hefur komið fram hjá henni að hún hafi verið sofandi,“ segir í dómi.

Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst maðurinn ekki muna hvort hann hafi komið við kynfæri konunnar en fyrir dómi sagðist hann aðeins hafa strokið henni um læri örstutta stund. „Þá þykja ekki mjög trúverðugar skýringar ákærða, en hann hefur neitað því að þetta hafi verið í kynferðislegum tilgangi, en fyrir liggja framburðir um að ákærði hafi haft áhuga á brotaþola og verður að leggja til grundvallar að hann hafi girnst hana miðað við það að fara inn í svefnherbergi þar sem hún lá klæðlítil og snerta á henni læri,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?