Fólk hvatt til að mæta fyrr á Mumford and Sons tónleikana vegna óveðursins

Húsið opnað fyrr en ráðgert var

Mynd: Rebecca Miller

Þar sem vonda veðrið í dag nær hámarki á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan níu og tíu í kvöld eru væntanlegir gestir á tónleika Mumford and Sons í Valshöllinni í kvöld hvattir til að mæta fyrr á tónleikana. Tónleikahaldarar hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

Þar sem spáð er leiðinda veðri í kvöld á höfuðborgarsvæðinu vilja aðstandendur tónleika Mumford & Sons hvetja fólk til þess að mæta tímalega í Valshöllina. Það tekur að hvessa samkvæmt spá seinnipartinn en veðrið á að ná hámarki í kringum kl. 21-22 og ganga niður áður en dagskrá lýkur.

Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Valshöllina kl. 18 vegna þessa þannig að fólk verði komið hús áður en versta veðrið gengur yfir. Við hvetjum fólk til þess að taka tillit til þessa.

Dagskrá í Valshöllinni:
18:00 Húsið opnar
20:00 Árstíðir
21:10 Axel Flovent
22:30 Mumford & Sons

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.