Fjöldamorð í kirkju í Texas í kvöld

FRÉTTIN ER UPPFÆRÐ

Mynd af  vettvangi
Mynd af vettvangi

Byssumaður er sagður hafa skotið og myrt fjölmarga í kirkju í bænum Sutherland Springs í Suður-Texas í kvöld. Tala látinna liggur ekki fyrir að svo stöddu. Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið er á staðnum.

Samkvæmt fréttum staðarmiðla hefur lögregla skotið byssumanninn niður en óvíst er hvort hann er látinn.

Vitni segja að maðurinn hafi hlaðið byssu sína mörgum sinnum á meðan ódæðinu stóð.

Fréttin verður uppfærð

Uppfært 20:20 Að minnsta kosti 20 manns létust í árásinni. Lögreglan skaut árásarmanninn en ekki hefur komið fram hvort hann er lífs eða liðinn, né hver hann er.

Uppfært kl. 20:35 Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en lögregla veitti honum eftirför. Maðurinn er látinn en ekki er ljóst hvort lögregla drap hann eða hann tók eigið líf.

Uppfært kl. 20:50 Forsetinn er búinn að senda frá sér stutta yfirlýsingu vegna málsins:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.