fbpx
Fréttir

Eftirtöldum vegum lokað vegna veðurs og ófærðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 15:01

Veðrið færist sífellt í aukana og hefur Vegagerðin lokað eftirtöldum vegum vegna ófærðrar og illviðris:

Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig hefur Þingvallavegi um Mosfellsheiði verið lokað.

Ennfremur hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst í dag.

Eftirfarandi upplýsingar um veðurfar komu frá Vegagerðinni fyrr í dag:

Hríð og slæmt skyggni verður á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan hlánar. Hvessir af SA upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Frá kl. 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s. Staðir sem einkum um ræðir eru: Utanvert Kjalarnes og Hvalfjörður, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, – og undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut verður líka mjög hvasst með slagveðursrigningu. Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s.

Versnar undir kvöld á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“