fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fréttir

Eftirtöldum vegum lokað vegna veðurs og ófærðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 15:01

Veðrið færist sífellt í aukana og hefur Vegagerðin lokað eftirtöldum vegum vegna ófærðrar og illviðris:

Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig hefur Þingvallavegi um Mosfellsheiði verið lokað.

Ennfremur hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst í dag.

Eftirfarandi upplýsingar um veðurfar komu frá Vegagerðinni fyrr í dag:

Hríð og slæmt skyggni verður á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan hlánar. Hvessir af SA upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Frá kl. 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s. Staðir sem einkum um ræðir eru: Utanvert Kjalarnes og Hvalfjörður, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, – og undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut verður líka mjög hvasst með slagveðursrigningu. Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s.

Versnar undir kvöld á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar

Fáar beiðnir um fyrirtöku mála hjá Hæstarétti samþykktar
Fréttir
Í gær

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla

Fáar tilkynningar til lögreglu vegna gruns um refsivert athæfi lækna við útgáfu lyfseðla
Fyrir 2 dögum

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?

Spurning vikunnar: Hvað myndir þú gera ef þú ynnir milljarð í lottó?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Hjaltested er látinn

Þorsteinn Hjaltested er látinn