Eftirtöldum vegum lokað vegna veðurs og ófærðar

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Veðrið færist sífellt í aukana og hefur Vegagerðin lokað eftirtöldum vegum vegna ófærðrar og illviðris:

Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, um Hellisheiði Kjalarnes og Hafnarfjall. Einnig hefur Þingvallavegi um Mosfellsheiði verið lokað.

Ennfremur hefur öllu innanlandsflugi verið aflýst í dag.

Eftirfarandi upplýsingar um veðurfar komu frá Vegagerðinni fyrr í dag:

Hríð og slæmt skyggni verður á Hellisheiði, Þrengslum og á Mosfellsheiði á milli kl. 15 og 18 í dag, en síðan hlánar. Hvessir af SA upp úr hádegi suðvestanlands með hviðum allt að 35 m/s um kl. 15. Frá kl. 17-22 verða hviðurnar allt að 35-50 m/s. Staðir sem einkum um ræðir eru: Utanvert Kjalarnes og Hvalfjörður, undir Hafnarfjalli, á norðanverðu Snæfellsnesi, - og undir Eyjafjöllum og við Markarfljót.

Á Reykjanesbraut verður líka mjög hvasst með slagveðursrigningu. Veðurhæð 25 m/s á milli kl. 18 og 21 og vindhviður 35-40 m/s.

Versnar undir kvöld á Holtavörðuheiði og eftir kl. 20 verður veður í hámarki á Vestfjörðum og þar einnig ofanhríð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.