Fréttir

Tvísýn staða í stjórnarmyndunarviðræðunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. nóvember 2017 11:15

Að sögn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, mun það líklega koma í ljós undir lok sunnudags hvort flokkarnir fjórir sem nú ræða stjórnarmyndun ná saman. Þetta kom fram í stuttu spjalli DV við Loga í morgun. Hann segist vera hóflega bjartsýnn á að þetta takist.

Stjórnmálarýnendur margir telja að Píratar gætu orðið helsta hindrunin í vegi þess að flokkunum fjórum, VG, Samfylkingu, Framsókn og Pírötum, takist nú að mynda stjórn, að þeir þurfi að gefa mest eftir af grundvallarstefnumálum sínum. Samfylking þurfi hins vegar að leggja ESB-kröfur sínar til hliðar, sem sé töluverð fórn, en hins vegar sé ekki mikill ágreiningur milli VG og Framsóknar.

DV spurði Loga hvort hætta væri á að viðræðurnar strönduðu á Pírötum og hvort langt væri á milli flokka í einhverjum málum. Logi sagði: „Ég svara engu um afstöðu annarra. Þótt flokkarnir séu sammála um margt eru þeir líka á margan hátt ólíkir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“