fbpx
Fréttir

Er Donald Trump búinn að skemma málið gegn ISIS-manninum í New York?

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 4. nóvember 2017 08:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert saksóknurum í New York erfitt fyrir með því að kalla eftir því að Sayfullo Saipov, maðurinn sem ók á gangandi vegfarendur í New York í vikunni, hljóti dauðadóm.

Trump hefur í tvígang kallað eftir því að Saipov, sem varð átta manns að bana, verði dæmdur til dauða fyrir voðaverkið. Fyrst sagðist hann vilja senda hann í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu en síðan sagði hann að betur færi á því að hann yrði tekinn af lífi.

New York Times greinir frá því að þessi afskipti forsetans geti gert það að verkum að verjendur Saipov muni reyna að sýna fram á að næsta ómögulegt verði fyrir hann að fá sanngjörn réttarhöld.

Washington Post tekur í svipaðan streng og segir að það sé óskrifuð regla að forsetar lýsi ekki persónulegri skoðun sinni á málum sem eru fyrir dómi. Það geti verið hættulegt fyrir dómskerfi sem vill láta taka sig alvarlega. Blaðið bendir á það að Trump hafi nýlega kallað Bowe Bergdahl, bandarískan hermann sem var ákærður fyrir að hlaupast undan skyldum sínum meðan hann gegndi herþjónustu í Afganistan, „föðurlandssvikara“.

Verjendur Bowe fóru fram á það fyrir dómi að dómari vísaði málinu frá í ljósi afskipta forsetans. Dómari hafnaði þeirri beiðni en tók þó fram að tekið yrði tillit til þessara orða Trumps þegar dómur verður kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“