Dyravörður á skemmtistað sleginn hnefahöggi

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt kýldi maður dyravörð í andlitið á skemmtistað í miðbænum. Var maðurinn kærður fyrir líkamsárás.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig frá því að bíl var ekið á stólpa við Hverfisbarinn. Bílnum var ekið af vettvangi en málið er í rannsókn.

Laust eftir klukkan tvö í nótt datt stúlka niður stiga á skemmtistað í miðbænum og var hún færð á Slysadeild til aðhlynningar.

Eigendur að skemmtistað í miðbænum voru kærðir fyrir brot á lögum um veitingastaði, borið var þaðan út áfengi, þá voru borð og stólar fyrir utan staðinn eftir 23:00.

Laust eftir klukkan þrjú í nótt kom maður að Hjallabraut og barði húsið að utan en við það vaknaði húsráðandi og reyndi að ræða við hann en það gekk ekki upp og lenti þeim saman. Lögregla mætti á staðinn og handtók manninn, var hann vistaður í fangageymslu fyrir líkamsárás.

Laust eftir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás að Næfurási. Var maður handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir líkamsárás.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.