Bubbi Morthens blandar sér í eineltismál á Húsavík

Mynd: Brynja

Bubbi Morthens hefur stigið fram og blandað sér í eineltismál á Húsavík. Ung stúlka, Alma Rún Almarsdóttir, hefur verið lögð í gróft einelti í átta ár. Hefur ofbeldið leitt til þess að hún hefur reynt að taka eigið líf. Vísir.is hefur fjallað um mál Ölmu en pistill sem móðir Ölmu skrifaði hefur vakið mikla athygli. Þar segir:

„Síðan við fluttum aftur heim frá Danmörku fyrir átta árum hefur dóttir okkar lent í miklu einelti og mikilli hunsun í okkar samfélagi af krökkum og fullorðnum! Við eitt sinn settum af stað eineltis mál í skólanum sem hún var í enn ekki gekk það nú vel að okkar mati því þar fengum við bara að heyra að margir væru sammála um það að hún kæmi sér í þetta sjálf! Sú skólaganga endaði þannig að við tókum hana úr þessum skóla og færðum hana í annan þar sem henni leið mikið betur. Hún er í Laugaskóla núna og þar hefur henni gengið vel í námi, um leið og dóttir okkar kemur hingað í bæinn eða fær sér göngutúr þá fær hún orð eins og hoppaðu fram af kletti og drepstu!!! Og mörg önnur hræðileg orð og hræðilegar sögur sem eru sagðar um hana en eru ekki sannar!!!“

Í annarri frétt Vísis um málið segir frá því að Alma og fjölskylda hennar hafi orðið fyrir aðkasti í kjölfar umfjöllunarinnar um málið.

Bubba Morthens er greinilega nóg boðið eftir þetta og hann brýnir Húsvíkinga til að gera betur á afar einfaldan og hnitmiðaðan hátt, hann skrifar þessi stuttu skilaboð á Twitter:

Húsvíkingar, sýnið mennsku og kærleik í verki

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.