fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Lilja Rafney vildi verða ráðherra: „Við gerum ekki sömu mistök og Samfylkingin gerði“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 14:19

Lilja Rafney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Eyjan/Gunnar

Lilja Rafney Magnúsdóttir oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segir að hún og fleiri þingmenn flokksins hafi sóst eftir því að verða ráðherra en hún sé ekkert ósátt. Þegar ljóst var að Vinstri græn fengju þrjú ráðherraembætti áttu margir von á að Lilja Rafney eða Ari Trausti Guðmundsson yrðu ráðherrar. Sú varð ekki niðurstaðan og Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Landverndar og félagi í VG verður umhverfisráðherra utan þings, er það gert meðal annars til að lægja öldurnar innan þingflokks VG en tveir þingmenn flokksins samþykktu ekki stjórnarsáttmálann við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Það var ákveðið að breikka þetta hjá okkur með því að taka formann Landverndar inn í þetta ráðuneyti, sem er mjög flott. Auðvitað sóttist ég, og fleiri, eftir því að verða ráðherra, það er ekkert leyndarmál,

segir Lilja Rafney í samtali við Eyjuna. Hún kveðst ekki vera ósátt:

Ég er ekki ósátt en eðlilega vilja flestir þingmenn sem setið hafa á þingi einhvern tíma fá að komast í hlutverk ráðherra. Það er bara eðlilegt. Menn eru líka að horfa til að breyta eitthvað vinnubrögðum og hafa þetta ekki eins og hefur verið í hundrað ár.

Margir úr röðum Pírata og Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri græn fyrir að fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum, síðast þegar Vinstri græn og Samfylkingin voru ekki saman í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu var í stjórnartíð Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2009. Lilja Rafney segir að fortíðin muni ekki endurtaka sig:

Við erum Vinstri græn og við gerum ekki sömu mistök og Samfylkingin gerði á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins