Níðingurinn sem Sigríður Andersen vildi ekki að fengi uppreista æru

Maðurinn sem Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor var dæmdur barnaníðingur á sjötugsaldri. Hann hlaut árið 2005 átján mánaða fangelsisdóm fyrir að kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Önnur var átta til tíu ára meðan brotin áttu sér stað meðan hin var 13 til 14 ára.

Stundin greinir frá þessu í dag en rétt er að taka fram að DV óskaði eftir upplýsingum um þetta mál frá dómsmálaráðuneytinu fyrir ríflega mánuði síðan en öll nöfn voru afmáði í svari við þeirri fyrirspurn. Í dómi Hæstaréttar yfir manninum kemur fram að brot hans voru sérlega gróf en hann komst í kynni við eldri stúlkuna í íþrótta- og unglingastarfi meðan sú yngri var dóttir þáverandi kærustu manns. Nafn mannsins kemur ekki fram í dómnum.

Maðurinn sat í aðalstjórn íþróttafélags sem er sömuleiðis ekki nefnt á nafn í dómi. „Með því að hafa, í nokkur skipti frá miðju ári 2002 fram á árið 2003, þegar stúlkan var níu ára, á heimili ákærða að [...], þuklað á kynfærum hennar og sett fingur upp í endaþarm hennar. Áður hafði hann afklætt hana og látið hana leggjast á bakið ofan á sig, þar sem hann lá í rúmi sínu nakinn að neðan,“ segir meðal annars í dómi. Maðurinn sakaði stúlkunnar um ljúga upp á sig sakir en dómur taldi þær skýringar ekki trúverðugar.

Maðurinn sótti um að fá æru sína uppreista í mars fyrr á þessu ári og uppfyllt hann öll skilyrði fyrir því. Mál hans var óafgreitt um nokkra mánaðabil hjá Sigríði Andersen en hann dró umsóknina sjálfur til baka þegar mál Robert Downey náði hámæli í sumar.

Með umsókn hans fylgdu tvö meðmælendabréf líkt og lög gera ráð fyrir. DV hefur þau bréf undir höndum en allar persónugreinanlegar upplýsingar voru afmáðar af dómsmálaráðuneytinu. Annað bréfið virðist vera frá yfirmanni mannsins. „Fyrir utan að vera góður fagmaður í X er hann þægilegur og góður starfsmaður hvernig sem á það er litið. Samskipti mín við X hafa alla tíð verið með miklum ágætum og tel ég mig geta staðfest hið sama gagnvart öðrum samstarfsmönnum hans í fyrirtækinu. [...] Hann er bóngóður og hefur alla eiginleika sem prýða góðan starfsmann og vinnufélaga,“ segir í því bréfi.

Hitt bréfið er frá fyrrverandi vinnuveitanda mannsins en það er öllu styttri. „Hann X var góður starfsmaður og kom vel fram við aðra starfsmenn og viðskiptavini. Hann er samviskusamur og ábyggilegur. Gef honum mín bestu meðmæli,“ segir í því bréfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.