Fréttir

Lögmaður hneykslar fólk – Segir það skyldu að nauðga konum sem eru í götóttum gallabuxum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. nóvember 2017 06:32

Nýleg ummæli hins umdeilda egypska lögmanns Nahib al-Wahsh hafa vakið mikla reiði og umræðu í Egyptalandi, sérstaklega meðal kvenna. Í umræðuþætti á Al-Assema sjónvarpsstöðina sagði hann að það væri föðurlandsskylda að áreita konur kynferðislega ef þær klæðast fatnaði sem sýnir of mikið af holdi þeirra. Hann bætti síðan um betur og sagði það væri þjóðarskylda að nauðga konum sem klæðast á þennan hátt. Þar á hann til dæmis við götóttar gallabuxur eða annan fatnað sem sýnir hluta af húð kvenna.

Ummælin féllu umræðuþætti þar sem meðal annars var rætt um nýtt lagafrumvarp um vændi. Independent og fleiri breskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

„Eruð þið ánægðar þegar þið sjáið konu á gangi úti og helmingurinn af afturenda hennar blasir við?“

Spurði hann þrjár konur sem tóku þátt í umræðunni. Síðan bætti hann við:

„Þegar kona gengur um svona klædd er það föðurlandsskylda að áreita hana kynferðislega og það er þjóðarskylda að nauðga henni.“

Þjóðarráð egypskra kvenna hefur lýst því yfir að samtökin hyggist kvarta við sjónvarpsstöðina yfir þessum þætti. Þjóðarráði hefur einnig sent tilkynningu til egypskra fjölmiðla þar sem þeir eru hvattir til að birta ekki greinar frá fólki sem hvetur til ofbeldis gagnvart konum. Einnig hefur þjóðarráðið sent kvörtun til Nabih al-Wahsh og beðið hann um að draga ummæli sín til baka.

Nýlega var höfuðborg Egyptalands, Kaíró, útnefnd „hættulegasta stórborg heims fyrir konur“ í alþjóðlegri könnun. Í könnuninni var kannað hvernig konum vegnar í borgum þar sem fleiri en 10 milljónir manna búa. Kvenréttindasamtök segja að í Kaíró séu aldagamlar hefðir um misrétti við lýði og að konur hafi takmarkaðan aðgang að góðri heilsugæslu, menntun og fjármagnskerfinu.

Niðurstöður rannsóknar frá 2008 sýndu að 83 prósent egypskra kvenna höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni. 53 prósent karla sögðu að það væri konunum sjálfum að kenna að þær verði fyrir kynferðislegri áreitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“