Lokað þinghald í meiðyrðamáli Steinars Bergs gegn Bubba Morthens og RÚV

Hvers vegna eru lög og regla - til að fela hitt og þetta?

Athygli vekur að þinghald í meiðyrðamáli Steinars gegn Bubba og RÚV var lokað.
Bubbi og Steinar Berg Athygli vekur að þinghald í meiðyrðamáli Steinars gegn Bubba og RÚV var lokað.

Síðastliðinn þriðjudag, 31. október, fór fram í héraðsdómi aðalmeðferð í máli Steinars Bergs gegn Bubba Morthens og RÚV. Í málinu krefst Steinar ómerkingar ummæla Bubba í þættinum Popp- og rokksaga Íslands sem sýndur var á RÚV í mars 2016. Þar mun Bubbi hafa fullyrt að útgefandinn Steinar hafi „mokgrætt“ á plötum Egó á sínum tíma á meðan hljómsveitarmeðlimirnir hafi lítið haft upp úr krafsinu. Í kjölfar ummælanna áttu Steinar og Bubbi í orðaskaki á samfélagsmiðlum og Steinar setti á fót sérstaka vefsíðu um málið þar sem hann tilkynnti um málshöfðun hans á hendur Bubba og RÚV.

Hér stóð til að segja frá því sem fram fór í dómsalnum en af því verður því miður ekki þar sem ritstjóra DV var vísað úr dómsalnum skömmu áður en málflutningur hófst. Þannig mun á lokametrunum hafa verið ákveðið að loka þinghaldi í málinu. DV leitaði eftir skýringum frá lögmönnum málsaðila og dómara á hvers vegna þinghaldið var lokað en fékk þau svör að ástæðurnar væru trúnaðarmál. Skýtur það skökku við í ljósi þess að um opinbera málsmeðferð dómsmála er kveðið á í stjórnarskrá og hefur hingað til þurft nokkuð brýnar ástæður fyrir því að gera undantekningu á þeirri meginreglu. Ekki er því ljóst hvenær dómur verður kveðinn upp í málinu og enn síður ljóst hvað var þess valdandi að almenningi og fjölmiðlum var meinaður aðgangur að málflutningnum. Við fyrstu sýn mátti gera ráð fyrir að hér væri um tiltölulega einfalt meiðyrðamál að ræða en það er þá mögulega stærra. Jafnvel boba.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.