fbpx
Fréttir

Drukkinn maður áreitti Magneu og dóttur hennar í verslun: „Mitt fyrsta innsæi var að kenna dóttur minni að forða sér“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. nóvember 2017 19:50

„Við eigum ekki að kenna dætrum okkar að forða sér. Við kennum þeim að hafa hátt,“ segir Magnea Hrönn Jóhannsdóttir íbúi í Frediktstad í Noregi en hún var fyrir óþægilegri reynslu þegar drukkinn maður áreitti hana og dóttur hennar í áfengisverslun þar í borg. Magnea deildi frásögn sinni inni á facebookhópnum Feministaspjallið og vakti um leið athygli á ósjálfráðum viðbrögð sínum við áreitinu sem voru þau að flýja í burtu í stað þess að svara manninum fullum hálsi.

„Í dag var ég á ferðinni með 12 ára gamalli dóttur minni. Ég hljóp inní vínbúð til að ná mér í rauðvínsflösku sem ég hafði hugsað mér að njóta í rólegheitum á föstudagskvöldi,“ ritar Magnea og bætir við að maður í annarlegu ástandi hafi komið inn í búðina um það leyti sem þær mæðgur stóðu í röð við kassann.

„Hann byrjaði á að ropa hressilega og dreifa ölvunarilminum yfir nærstadda og greip svo með sér vodkaflösku og tróð sér með tilþrifum inní röðina fyrir aftan okkur. Hann umlaði eitthvað sem ég skildi ekki þar sem hann var töluvert drukkinn og dóttir mín færði sig fram fyrir mig og bað um leyfi að fá að fara fram, sem hún fékk að sjálfsögðu.“

Magnea segir að nærvera mannsins hafi verið óþægileg og hann hafi ekki gert neina tilraun til að fela álit sitt á 12 ára dóttur hennar.

„Ég greiddi fyrir flöskuna og var að ganga til dóttur minnar sem beið við innganginn þegar ég heyri hann kalla eitthvað á eftir okkur. Við mæðgur fórum í rúllustiga upp á næstu hæð. Þá lítur dóttirin við og segir mér hálf skelkuð að maðurinn sé á eftir okkur.“

Magnea segir viðbrögð sín hafa verið þau að ýta dóttur sinni á undan sér og inn í næstu verslun í von um að maðurinn myndi ekki sjá þær.

„Hversvegna ég kallaði ekki á öryggisvörð eða lögreglu er hinni femenísku móður óskiljanlegt þegar ég hugsa þetta tilbaka. Hefði ég fengið aðstoð þar? Ég veit það ekki. En einhverra hluta vegna var það ekki það sem mér þótti rétt að gera í þessum aðstæðum.

Ég fékk hér um bil samviskubit yfir að kenna ekki dótturinni þar og þá að hafa hátt. Þetta er ekki eitthvað sem ég mun gera aftur. Ég ræddi þetta þegar heim var komið og maðurinn minn sagði strax „hvers vegna hringdirðu ekki á lögreglu?“

Mikilvægt að hafa hátt

Undanfarnar vikur hefur umræðan um kynferðislegt áreiti gegn konum farið hátt í samfélaginu. Þúsundir íslenskra kvenna hafa rofið þögnina og stigið fram undir myllumerkinu #metoo á samfélagsmiðlum þar sem þær segja frá áreiti og kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir einu sinni eða oftar á lífsleiðinni. Magnea segir mikilvægt að stúlkur læri strax sem börn að láta það ekki yfir sig ganga þegar brotið er á þeim.

„Þetta er áreiti og mitt fyrsta innsæi var að kenna dóttur minni að forða sér, eins og ég lærði. Þetta hættir núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?