Barnsfeður Aðalheiðar neita að greiða meðlag: „Ótrúlega ósanngjarnt gagnvart sonum mínum“

Óvinnufær eftir bílslys - Aðeins samningar við Norðurlönd

„Þeir eru ekki jafn frjálsir og heima og þeir sakna vina sinna“
Aðalheiður og strákarnir „Þeir eru ekki jafn frjálsir og heima og þeir sakna vina sinna“

Þegar foreldrar með forræði flytja til útlanda er ekki sjálfgefið að Tryggingastofnun greiði áfram út meðlag til barna þeirra. Aðalheiður Rut Davíðsdóttir flutti til Bandaríkjanna í janúar og við það féllu niður greiðslur til þriggja sona hennar. Hún þarf nú að berjast fyrir því að þeir fái sjálfsagða framfærslu frá tveimur barnsfeðrum drengjanna sem eru báðir óviljugir að greiða.

Þrír drengir með sérþarfir

Aðalheiður var 18 ára gömul þegar hún eignaðist frumburðinn, Klemenz Frey, árið 2002. Samband hennar við barnsföðurinn var stutt en hún bjó þá á heimili foreldra sinna í Keflavík. Síðar hóf hún sambúð með manni og eignaðist tvo syni til viðbótar, þá Nikanor Esra árið 2007 og Ísrael Davíð árið 2009. Þau slitu samvistir snemma árs 2010 og Aðalheiður sá þá alfarið um uppeldi drengjanna þriggja. „Það var mjög erfitt að vera einstæð með þrjú lítil börn en ég er heppin með foreldra mína sem hafa ávallt stutt mig.“

Barnsfeðurnir tveir greiddu meðlag eins og lög gera ráð fyrir en hafa að öðru leyti ekki tekið þátt í neinu fjárhagslegu uppihaldi drengjanna sem er töluvert. Klemenz var greindur með einhverfu og Nikanor með ADHD. Þá er Ísrael Davíð í greiningarferli þar sem grunur leikur á að hann sé á einhverfurófi. Þeir þurfa því mikla aðstoð við nám, félagslíf og heilbrigði. Sjálf er Aðalheiður óvinnufær eftir bílslys sem hún lenti í þegar hún var ólétt að Nikanor. Hún hefur verið mjög slæm í baki allar götur síðan og meðal annars þjáðst af brjósklosi og þrálátum sýkingum.

[[672FB94928]]

Í byrjun árs 2015 heimsótti Aðalheiður bróður sinn og mágkonu í borginni Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Þar hitti hún verðandi eiginmann sinn, Christian Ford, sem starfar sem skylmingaþjálfari og á fyrir einn son. Til að byrja með ferðuðust þau á milli Íslands og Bandaríkjanna en ákváðu svo að Aðalheiður og drengirnir myndu flytja út í ársbyrjun 2017. En hvernig gekk að blanda saman svo stórri fjölskyldu frá tveimur ólíkum löndum? „Það var skrítið í upphafi en gengur vel. Okkur finnst gaman að læra nýja siði. Við erum að fara að halda upp á þakkargjörð en jólin verða íslensk að sjálfsögðu.“ Hún segir það hafa verið nokkur viðbrigði fyrir syni sína að flytja út. „Þeir eru ekki jafn frjálsir og heima og þeir sakna vina sinna. En þeir eru með enskuna alveg á hreinu.“ Aðalheiður segir Christian hafa gengið sonum sínum í föðurstað og að þeir spyrji sjaldan um líffræðilega feður sína. „Þeir eru orðnir vanir því að heyra ekki frá þeim, sem er mjög sorglegt.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.