Stálheppinn að vera á lífi

Karlmaður má teljast heppinn að vera á lífi eftir að hafa fundist í gámi ruslabíls í Philadelphiu í Bandaríkjunum á dögunum. Það tók slökkviliðsmenn tvær klukkustundir að ná manninum út.

Í frétt WCAU-TV kemur fram að slökkviliðsmenn hafi þurft að nota stiga og þurft að fjarlægja mikið magn rusls úr bílnum áður en þeir komust að manninum. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn endaði í ruslabílnum en til að byrja með var talið að um væri að ræða fanga sem hafði sloppið úr fangelsi. Það reyndist ekki á rökum reist.

Maðurinn var fluttur á slysadeild en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið alvarlega slasaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.