fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óttarr borgar Bangladess-ferðina úr eigin vasa

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra er nú í Bangladess ásamt Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, til að kynna sér aðstæður rohingja sem hafa flúið til Bangladess undan þjóðernishreinsunum hersins í Myanmar. Alls hafa rúmlega 620 þúsund Rohingjar flúið til Bangladess en stefnt er að því að flytja fólkið aftur til Myanmar, einnig þekkt sem Búrma, á næstunni en ástandið þar er mjög ótryggt þar sem herinn í Myanmar hefur myrt, nauðgað og brennt híbýli Rohingja.

Óttarr sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að ástandið á flóttamannabúðunum væri erfitt: „Það er hins vegar talsvert skipulag á svæðinu. Alþjóðleg hjálparsamtök, Rauði krossinn og UNICEF, eru að skipuleggja hér neyðarþjónustu. Það koma margir mjög vannærðir eftir mikið ofbeldi í Myanmar. Ferðin er mjög erfið, þetta er margra daga ferðalag þar sem fólk hefur ekki aðgang að vatni eða mat þannig að allir kraftar fara í að bjarga lífum,“ sagði Óttarr, helsta umkvörtunar hjálparsamtakanna sé hins vegar skortur á fjármagni til framtíðarinnar ef ástandið haldi svona áfram.

Stór hluti þeirra Róhingja sem hefst við í flóttamannabúðum í Bangladess eru börn.
Stór hluti þeirra Róhingja sem hefst við í flóttamannabúðum í Bangladess eru börn.

Mynd: Getty Images

Margir hafa gagnrýnt ferð Óttars á samfélagsmiðlum sem bruðl á almannafé en flokkur hans Björt framtíð beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum og datt Óttarr af þingi. Óttarr situr hins vegar áfram sem heilbrigðisráðherra á meðan unnið er að því að mynda nýja ríkisstjórn. Mörg dæmi eru um að ráðherrar hafi verið gagnrýndir fyrir ferðalög erlendis, en síðasta ríkisstjórn ferðaðist fyrir töluvert minni upphæð en dæmi eru um. Þá er þekkt að ráðherrar bregði sér í langar ferðir út fyrir landsteina á síðustu starfsdögum.

Sjá einnig: Ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar ferðuðust til útlanda fyrir minnst 14 milljónir

DV hafði samband við velferðarráðuneytið varðandi kostnaðinn af ferðinni, sagði ráðuneytið að kostnaðurinn væri enginn, sömu svör var að fá hjá UNICEF.

Óttarr staðfesti í samtali við DV að hann hafi borgað ferðina sjálfur: „Já það er rétt skilið að ég greiði sjálfur kostnaðinn af mínu ferðalagi,“ segir Óttarr. „Þegar ferðin var skipulögð var óljóst hvort ný ríkisstjórn yrði tekin við og þar af leiðandi hvort ég færi hingað sem starfsráðherra eða sem fyrrverandi ráðherra. Við þær aðstæður finnst mér sjálfssagt og sjálfgefið að ég standi sjálfur undir kostnaði enda verkefnið sjálfstætt skyldum og starfi heilbrigðishluta velferðarráðuneytisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat