fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Mikill titringur innan VG og Sjálfstæðisflokks

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill titringur er innan raða Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins en brátt liggur fyrir hvort þessir flokkar fari í sitt fyrsta ríkisstjórnarsamstarf. Ekki er vitað hversu marga þingmenn VG munu hafa en bæði Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson munu ekki taka afstöðu til samstarfsins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum á flokksráðsfundi VG í dag. Þau hafa bæði haft uppi efasemdir um væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf og hefur Eyjan heimildir fyrir því að þau hafi ekki fengið jafn miklar upplýsingar um gang viðræðnanna og aðrir þingmenn VG.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Jón Gunnarsson samgönguráðherra berjist nú fyrir lífi sínu á ráðherrastól við Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra. Talið er líklegt að aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins haldi áfram en hvorki Páll Magnússon oddviti í Suðurkjördæmi né Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái ráðherraembætti. Jón Gunnarsson hefur þó ólíkt Kristjáni Þór lagt fram frumvörp á síðasta ári, en Kristján Þór hefur sterka stöðu sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG