fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Leo litli og fjölskylda rétt í þessu fjarlægð af heimili sínu: Send úr landi í fyrramálið – „Þið setjið þjóðina í ruslflokk“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 29. nóvember 2017 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi tímasetning er ótrúleg. Yfirleitt fær fólk að vita þetta með nokkurra daga fyrirvara. Þau eru fjarlægð af heimilinu samdægurs og sett í gæslu. Vonandi ekki fangaklefa,“ segir Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður flokksins í Kópavogi í samtali við DV. Hinn 18 mánaða gamli Leo og foreldar hans sem eru hælisleitendur frá Kúrdan mun verða vísað úr landi í fyrramálið . Umsókn fjölskyldunnar um vernd hér á landi var hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og sjá þau nú fram á að vera vísað til Þýskalands þrátt fyrir að hafa fengið endanlega neitun um vernd þar í landi.

DV greindi frá sögu Leo og fjölskyldu hans þann 17.nóvember síðastliðinn. Móðir Leo, Sobo frá Íran og faðir hans Nasr er frá Írak en hjónin eiga nú von á sínu öðru barni. Kemur Sobo frá strangtrúaðri fjölskyldu á meðn Nars er trúlaus og giftu þau sig því í óþökk fjölskyldu sinnar. Þau flúðu frá Íran til Íraks en í Írak tilheyra þau bæði minnihlutahópum þar sem þau eru Kúrdar auk þess sem Sobo er talin vera í viðkvæmri stöðu sem Írani í Írak. Neyddust þau að lokum til þess að leggja á flótta eftir að Nasr varð fyrir ofsóknum af höndum hryðjuverkahópa sem vildu fá hann til liðs við sig vegna kunnáttu hans, en Nasr er kung fu þjálfari. Flúðu þau til Þýskalands þar sem þau voru í eitt ár og fjóra mánuði og á þeim tíma eignuðust þau son sinn Leo. Þar sem að Leo er fæddur á flótta og er án ríkisfangs og búseturéttar er hann skilgreindur sem flóttabarn.

Leo litli er 18 mánaða gamall og sér nú fram á að vera vísað úr landi.
Flóttabarn Leo litli er 18 mánaða gamall og sér nú fram á að vera vísað úr landi.

Kom fjölskyldan til Íslands í mars síðastliðnum eftir að þeim hafði verið neitað endanlega um vernd í Þýskalandi og tilkynnt að þau yrðu send aftur til heimalanda sinna. Líkt og fyrr segir sér fjölskyldan nú fram á að vera vísað úr landi vegna Dyflinnarreglugerðarinnar og bíðaeftir símtalinu þar sem þeim verður tilkynnt um dagsetninguna. Þar sem að þau hafa áður fengið fengið endanlega neitun um vernd í Þýskalandi munu þau að öllum líkindum verða send áfram úr landi.

Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk hrundu í kjölfarið af stað undirskriftasöfnun fyrir fjölskylduna en facebook færsla Semu Erlu Serdar um málið hafi þá vakið mikla athygli.

Lagði Sema Erla þar orð í munn Leo litla:

„Ég er flóttabarn. Ég er fæddur á flótta og á hvergi heima og ég má hvergi vera. Ég á ekkert heimaland og ég er ríkisfangslaus. Ég er fæddur í Þýskalandi en þar má ég ekki eiga heima. Ég er núna á Íslandi en hér má ég ekki heldur eiga heima. Ég veit því ekki alveg hvernig framtíðin mín verður.“

Sema Erla Serdar.
Sema Erla Serdar.

Mynd: sr-photos.com

„Þetta er ekki lengur hægt“

Sema Erla greinir frá því á facebooksíðu sinni fyrr í dag að fjölskyldunni verði vísað úr landi í fyrramálið. Hefur færsla sem vakið mikil viðbrögð.

„Leo litli og fjölskylda hans voru rétt í þessu fjarlægð af heimili sínu af lögreglu og sett í gæslu yfirvalda sem ætla að senda þau úr landi í fyrramálið, án nokkurs fyrirvara! Þetta gera yfirvöld þrátt fyrir að móðir Leo, sem er ólétt, hafi verið nýkomin af spítala vegna óútskýrðra verkja og blæðinga.

Þetta gera yfirvöld þrátt fyrir að við höfum verið að vinna í því að fá umsókn þeirra um vernd tekna upp á nýjan leik. Þetta gera yfirvöld þrátt fyrir að þeirra bíði raunveruleg hætta á að vera send aftur til heimalanda sinna, þar sem fátt annað en hryllingur bíður þeirra allra.“

Sema Erla segir íslensk yfirvöld „enn og aftur gerast sek um grimma og ómannúðlega meðferð á fólki á flótta.“

„Enn og aftur gerast þau sek um að brjóta á réttindum barna og senda börn á flótta. Enn og aftur gerast þau sek um að misnota úreltar reglugerðir til þess komast undan því að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum til þess að leysa eina stærstu mannúðarkrísu sögunnar. Þið setjið þjóðina í ruslflokk þegar kemur að því að vernda börn á flótta. Þið getið ekki einu sinni passað upp á eins og hálfs árs gamlan dreng. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir. Þetta er ekki búið.

Sema kveðst jafnframt vera orðlaus yfir framkomu yfirvalda í málinu.

„Við erum búin að vera að fara yfir málið með lögfræðing og það er grundvöllur til þess að fara fram á endurupptöku í málinu þeirra. Yfirvöld drífa sig þess vegna í skítaverkunum og senda þau úr landi. Þau fá engan fyrirvara, engan. Lögreglan mætti og sagði þeim að pakka, tók þau af heimili sínu og fóru með þau eitthvað, við vitum ekki hvert. Íslensk yfirvöld tryggðu ekki að þeim verði ekki brottvísað frá Þýskalandi til Íraks og/eða Írans þar sem þau eru í mjög mikilli hættu og hætta er á að fjölskyldunni verði splittað upp. Það er brot á alþjóðalögum og Ísland verður samsekt í því ef af því verður. Slík mál hafa endað fyrrir Mannréttindadómstól Evrópu og ríkin hafa verið dæmd sek. Ef við þurfum að fara þangað þá förum við þangað. Þetta er ekki hægt lengur. Ekki hægt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu