Fréttir

Blaðamaður vann í 5 vikur í vöruhúsi Amazon: Rannsókn hans leiddi ýmislegt neikvætt í ljós

Starfsmenn sofna standandi – Sjúkrabílar vegna örmagna starfsfólks

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Miðvikudaginn 29 nóvember 2017 23:00

Breskur blaðamaður Sunday Mirror, Alan Selby, að nafni réði sig nýlega í vinnu í vöruhús Amazon, einnar stærstu netverslunar heims. Óhætt er að segja að rannsókn hans á aðbúnaði starfsfólks hafi vakið mikla athygli.

Sofna standandi

Fjallað er um þetta á vef breska blaðsins Independent, en Selby starfaði fyrir fyrirtækið í fimm vikur. Síðasta vaktin hans var síðasta föstudag, á sjálfan Black Friday.

Í umfjöllun Selby kemur fram að dæmi séu um að starfsfólk sofni í vinnunni standandi vegna of mikils álags. Starfsfólk þurfi að standast miklar kröfur um afköst og sumir hreinlega brotni undan álaginu. Þá hafi yfirmenn tekið tímann hjá starfsfólki sem þurfti að fara á klósettið.

Loks séu dæmi um að starfsmenn hafi verið þvingaðir til að vinna yfirvinnu og sumir hafi þurft að vinna 55 klukkustundir í viku, 11 klukkustundir á dag miðað við fimm daga vinnuviku.

Mikið álag á starfsfólk

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Amazon liggur undir gagnrýni um slæma framkomu við starfsfólk. Árið 2015 var til dæmis greint frá hrikalegu álagi á starfsfólk í ítarlegri umfjöllun New York Times.

Tveimur konum, ein sem greindist með brjóstakrabbamein og önnur sem nýverið hafði eignast barn sem fæddist andvana, var sem dæmi tjáð að ef þær myndu ekki standa sig betur í vinnunni yrðu þær reknar. Þeim var sagt að vinnan ætti að ganga fyrir.

Sjúkrabílar vegna örmagna starfsfólks

Alan tók meðal annars myndir af samstarfsmönnum sínum og á þeim mátti til dæmis sjá starfsmenn dotta standandi. Þá segir Alan í grein sinni að nokkrum sinnum hafi sjúkrabílar verið kallaðir í vöruhúsið í Essex á Englandi þar sem starfsmenn áttu það til að falla í yfirlið eða örmagnast.

120 pantanir á klukkutíma – Rúmur þúsundkall á tímann

Sjálfur segir Alan að hann hafi átt að afgreiða 120 pantanir á klukkutíma en sá fjöldi átti síðan að fara upp í 200 með tíð og tíma. Fyrir vinnuna fékk hann greidd 8,2 pund, eða 1.130 krónur, á tímann. „Hér þjást allir. Ég tognaði aftan í læri en mér var sagt að halda bara áfram,“ sagði samstarfsmaður Alans við hann.

Amazon hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem því er vísað á bug að illa sé komið fram við starfsfólk. „Amazon býður upp á öruggt og jákvætt vinnuumhverfi með samkeppnishæfum launum og hlunnindum. Við erum stolt af því að hafa skapað þúsundir nýrra starfa í Bretlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Blaðamaður vann í 5 vikur í vöruhúsi Amazon: Rannsókn hans leiddi ýmislegt neikvætt í ljós

Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Glúmur kveðst hafa farið á nektarstað með Bjarna í Miami: „Ég er sonur vinstri og hægri“

Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Páskaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands: Fer fram í þessari viku í Reykjavík og Reykjanesbæ

Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Blessuð sé minning Sverris og Guðjóns

Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Einstæð íslensk móðir hefur ekki efni á að ferma barnið sitt: „Ég er bara að bugast“

Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Heilsugæslan vill hætta að skrifa læknisvottorð fyrir framhaldsskólanema

Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Ingólfur stefnir ótrauður að því að opna Sparibankann þrátt fyrir gjaldþrot

Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Páll Magnússon segir Stundina „endaþarm íslenskrar blaðamennsku“

Stal úr búðum með mömmu sinni: Gyða missti son sinn frá sér vegna neyslu – „Þegar þú ert búin að missa barn þá er allt farið“

Mest lesið

Ekki missa af