fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Telja að draugaskipið sé frá Norður-Kóreu: Ekkert nema beinagrindur um borð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt bendir til þess að draugaskip sem rak upp að ströndum Japans á dögunum sé frá Norður-Kóreu. Ófögur sjón blasti við fulltrúum japanskra yfirvalda þegar þeir fóru um borð í skipið: Þar fundust líkamsleifar átta einstaklinga en svo virðist vera sem þeir hafi verið látnir lengi. Ekkert nema beinagrindur blöstu við.

Lögregla telur að skipið og skipverjar þess séu frá Norður-Kóreu. Byggist sú kenning á tómum sígarettupakka sem fannst um borð en tegundin sem um ræðir er sú vinsælasta í Norður-Kóreu. Ekki liggur fyrir hvenær skipverjarnir létust eða hvers vegna.

Ekki er óalgengt að draugaskip reki að ströndum Japans. Í frétt Washington Post kemur fram að það sem af er þessu ári hafi 40 báta eða skip rekið að ströndum landsins. Árið 2016 var heildarfjöldinn 66 en í öllum tilvikum voru látnir einstaklingar um borð.

Skipið sem fannst á dögunum fannst undan ströndum norðurhluta Japans. Var það 68 ára kona sem kom auga á skipið. Ekki liggur fyrir hvort um hafi verið að ræða sjómenn eða hvort fólkið hafi verið að reyna að flýja frá Norður-Kóreu.

Talið er að um 30 þúsund manns hafi flúið frá Norður-Kóreu eftir að hungursneyð skall á um miðjan tíunda áratuginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“