fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kolbeinn ósáttur: Boða ný stjórnmál en stunda ósvífnar árásir á Katrínu

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsett mynd/DV

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir forystu Viðreisnar og Samfylkingar harðlega fyrir að keppast við að bera út óheilindi um Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og gefa í skyn að viðræður VG og Framsóknarflokksins við Samfylkinguna og Pírata hafi aðeins verið sýndarviðræður.

Oddný G. Harðardóttir þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar sagði á Fésbók nú um helgina að það væri súrt að hugsa til þess að viðræður Katrínar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, við Samfylkinguna og Pírata hafi aðeins verið til að Katrín gæti sagst hafa reynt að mynda vinstristjórn en hefði verið með ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum „bak við eyrað“:

Þær viðræður stóðu þó nógu lengi til þess að Katrín og Sigurður fóru nestuð í viðræður við Bjarna í þessa stórundarlegu brúarmyndun á milli hægri og vinstri sem enginn hefur kallað eftir nema þeir sem vilja loka augunum fyrir spillingu og draga tennurnar úr vinstrinu,

sagði Oddný. Kolbeinn er ekki sáttur við slík ummæli:

Einhvern veginn hélt ég að hin nýju boðuðu stjórnmál gengu út á annað en þær ósvífnu árásir sem þetta fólk stendur nú fyrir í garð Katrínar Jakobsdóttur. Þau keppast hvert við annað um að bera upp á Katrínu óheilindi, blekkingar og lygar, með því að ýja að – og segja nokkuð hreint út – því að Katrín hafi ekki verið í viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna af heilindum, önnur stjórn hafi alltaf verið á teikniborðinu, jafnvel frá því fyrir kosningar, eins og formaður Viðreisnar leyfir sér að segja í dag,

segir Kolbeinn á Fésbók og vísar til ummæla Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar í Silfrinu fyrr í dag, en þess má geta að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur haldið því fram að samstarf VG og Sjálfstæðisflokks hafi verið á teikniborðinu fyrir kosningar. Kolbeinn segir það gott ef fólk setti sömu kröfur um heilindi á sjálft sig og það gerir á aðra:

Það er fátt sem segir meira til um súbstans í fólki og flokkum en hvernig það og þeir takast á við það þegar hlutirnir fara ekki alveg eftir þeirra höfði. Og það er einstaklega sorglegt að sjá fólk, sem þess á milli mærir Katrínu í hástert þegar það hentar því, bera upp á hana þessar lygar um óheilindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG