fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fulltrúar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skáluðu í freyðivíni

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum nú undir kvöld. Tilefnið var líklega að viðræðum flokkanna þriggja um að mynda ríkisstjórn sé lokið en aðeins nokkur mál á eftir að útkljá milli formanna flokkanna þriggja, Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar áður en viðræðurnar klárast.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG sagði í hádeginu í dag að það myndi skýrast í dag eða á morgun hvort flokkarnir næðu saman, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum RÚV að aðeins þyrfti að klára nokkur atriði. Ef þeim tekst að ná saman mun það skýrast á næstu dögum hvort fyrsta ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði að veruleika. RÚV náði myndum af fulltrúum flokkanna skála í gengum glugga Ráðherrabústaðarins en ekki er hægt að sjá almennilega hverjir eru að skála við hvern.

Mynd: Skjáskot af vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi