fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Fataverslun í borgarstjórakjallarann

Fataverslunin Sturla stefnir að opnun í byrjun desember

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú um mánaðamótin mun fataverslun verða opnuð að Óðinsgötu 8b í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er í eigu borgarstjórans í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar, og eiginkonu hans, Örnu Daggar Einarsdóttur. Þau búa á efri hæðum hússins en fataverslunin verður til húsa í kjallara þess. Verslunin heitir Sturla og var áður að Laugavegi 27. Versluninni var lokað þar um miðjan október en eigandi hennar, Ingólfur Arnar Magnússon, segist hafa ákveðið að ráðast í breytingarnar því hann var orðinn þreyttur á Laugaveginum.

Heillaður af staðsetningunni

„Ég var heillaður af þessari staðsetningu. Ég er mjög hrifinn af Óðinsgötu og svæðinu þar í kring. Verslun mín byggist á nánu sambandi við viðskiptavinina og því held ég að þessi staðsetning henti hugmyndafræði verslunarinnar betur. Það er meiri þorpsstemming á þessum slóðum og minni straumur erlendra ferðamanna. Ég þurfti að komast aðeins í burtu frá lundabúðunum,“ segir Ingólfur Arnar.

Hann stendur í ströngu þessa dagana við að standsetja verslunina. „Við skrifuðum nýlega undir leigusamning og fengum lyklana afhenta í vikunni. Það verður því nóg að gera næstu vikuna,“ segir Ingólfur Arnar.
Hann útilokar ekki að borgarstjórinn eigi eftir að líta við í kjallaranum og eiga viðskipti við verslunina. „Við Dagur erum jafnaldrar og kunningjar. Hann er alltaf flottur í tauinu þannig að það er aldrei að vita nema hann verði fastakúnni,“ segir Ingólfur Arnar og hlær.

Brakandi ný eignaskiptayfirlýsing

Dagur og Arna Dögg eignuðust kjallaraíbúðina árið 2014. Þau sáu strax að rýmið hentaði vel undir rekstur verslunar og það tækifæri kom þegar að verslunin Frú Lauga, sem þá var staðsett í hverfinu, lenti á hrakhólum. Þá buðu borgarstjórahjónin kjallarann til útleigu og síðan var hafist handa við að afla tilskilinna leyfa. Um ári síðar var Matarbúr Kaju opnað í rýminu en núna víkja sælkeravörurnar fyrir tískunni.

Borgarstjórahjónin geta nú tekið á móti nýjum leigjanda með brakandi ferska eignaskiptayfirlýsingu fyrir húsið. Yfirlýsingin var gerð 12. júní síðastliðinn og var henni þinglýst þann 1. september. Samkvæmt henni er kjallarahæðin nú loks skilgreind sem verslun en ekki sem íbúð eins og í fyrri yfirlýsingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala