fbpx
Fréttir

Körlum blöskrar frétt RÚV um rassagláp: „Nú vilja femínistadólgarnir stjórna augum karlmanna“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 12:34

„Hvaða andskotans væll er þetta orðið. Þær væru eftv ánægðari ef kvenfólk horfði á rassin á þeim þar sem maður er farinn að halda að þetta séu meira og minna lespíur miðað við umræðuna sem er í gangi. Verða karlar að vera með bundið fyrir augun á sér er þeir eru staddir inní þingsal,fundum ekki sé nú talað um matarhléið.“

Þetta segir Davíð Viðarsson í athugasemd við Facebook-deilingu RÚV á frétt um að karlráðherra hafi gónt á rass þingkonu. Fréttin er byggð á einum af þeim fjölmörgu sögum íslenskra stjórnmálakvenna af kynferðislegu áreiti. Nokkur fjöldi karla hafa skrifað athugasemdir við færslu RÚV og sitt sýnist hverjum. Margir telja þessa karla vera vandamálið holdi klætt. Athygli er vakin á þessu innan Femínistaspjallsins á Facebook.

Ragnar Örn Eiríksson telur það yfirgengilega frekju að ætlast til þess að karlar stari ekki á rass kvenna: „Nú vilja feministadólgarnir stjórna augun karlmanna líka !!! Þetta er svo yfirgengileg geðbilun að það er engin leið að skilja þetta !!! Hvað er eiginlega að fjölmiðlum að fjalla yfirleitt um þetta kjaftæði ??? kannski er rassin á henni svona hrikalega stór að það er sama hvert litið er , þar er hann að skvapast um“

Haraldur nokkur Gústafsson segir að saga sem þessi geri lítið úr vandamáli kynferðislegrar áreitni. „Reka þessa perverta með það sama… líka þennan sem ekki starir því hann gerir það bara í laumi og er þessvegna verri. ….er ekki kominn tími til að fá það á hreint hvað er hægt að flokka sem áreitni og hvað ekki… Þetta er bara til minnkunar fyrir raunverulega umræðu um þessi mál,“ skrifar Haraldur.

Helgi Skúlason hugsar hins vegar í lausnum. „Þetta má leysa . Engna karlráðherra nema náttrúlausa eða blinda,“ segir Helgi. Það gerir Ásgeir Runólfsson líka, þó hans hugmynd sé enn furðulegri. „Það ætti vera leyfilegt að káfa á alþingi,“ skrifar Ásgeir. Davið Bjarnason segir að hann myndi fyrst fara að hafa áhyggjur ef hann myndi ekki stara á kvenmenn: „Eg hefði áhyggjur ef að ég hætti að horfa á fallegt kvennfólk“.

Nokkrir hafa tekið sig til og svarað mönnunum í athugasemdum. Þar á meðal er Sylvía Dröfn Jónsdóttir. „Mikið er skemmtilegt hvað margir karlar hér eru tilbúnir að segja konum hvernig þeim á að líða þegar komið er fram við þær eins og hluti. Þið eruð rót vandans. Þið ættuð að skammast ykkar fyrir að hlusta ekki á systur ykkar,“ skrifar hún. Sigurður Ragnar segir svo: „Undan hvaða steinum skriðu þessir vesalings menn hér að ofan eiginlega?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“