Hvar eiga heimilislausir höfði sínu að að halla?

DV slóst í för með útigangsmönnum í Reykjavík

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Menn eru að komast til sjáfs síns í Gistiskýlinu við Lindargötu. Úti er fimm stiga frost og með norðankaldanum ganga spýjur af sjó upp á Sæbrautina. Ég hef mæst mér mót við tvo menn, sem eiga það sameiginlegt með öðrum skjólstæðingum Gistiskýlisins að eiga ekkert öruggt heimili og hafa enga vissu um hlýtt fleti um kalda vetrarnótt.

Áfengisvandi og misnotkun annarra vímuefna er talin helsta orsök þess að einstaklingar lenda utangarðs en næstalgengasta orsökin er geðræn vandamál. Oft haldast þessi tvö vandamál í hendur.

Úrræði Reykjavíkurborgar eru þónokkur en virðast þó ekki duga til. Velferðarsvið rekur sjö heimili fyrir 60 íbúa sem eiga í margháttuðum félagslegum vanda, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Þá styrkir borgin rekstur áfangaheimila sem rekin eru af þriðja aðila. Alls tekur borgin þátt í að greiða kostnað vegna 142 rýma á áfangaheimilum. Þá mun fljótlega tekið í gagnið nýtt úrræði í Víðinesi þar sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar mun bjóða upp á 14 herbergi í leigu sem tímabundna lausn fyrir fólk sem annars væri húsnæðislaust. Þess má geta að uppbyggingaráætlun borgarinnar gerir ráð fyrir 200 nýjum íbúðum fyrir fatlað fólk, þar af verður einn íbúðakjarni ætlaður fólki sem glímir við áfengis- og vímuefnavanda.

Í Gistiskýlinu við Lindargötu er pláss fyrir 25 manns í næturgistingu. Þar er fullt allar nætur og færri komast að en vilja. Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari DV, fékk að eyða degi í vikunni með skjólstæðingum Gistiskýlisins og fá innsýn í hvar þeir verja tíma sínum yfir daginn, þegar Gistiskýlið er lokað, og einnig hvert þeir leita þegar þeir eru svo óheppnir að fá ekki næturgistingu. Við gefum Sigtryggi orðið:

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.