Fréttir

Hún var að skoða gömul skjöl – Sá skyndilega skjal um hið stóra leyndarmál móður sinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 06:20

„Lofaðu mér að þú munir aldrei segja neinum frá þessu á meðan ég lifi. Ef þú segir frá þessu mun ég tapa andlitinu gagnvart vinum mínum,“ sagði Alvera Frederic við dóttur sína, Gail Lukasik, 1997 þegar að Gail hafði loksins talið í sig kjark til að ræða við móður sína um svolítið sem hún hafði komist að tveimur árum áður fyrir algjöra tilviljun.

Gail skýrir frá þessu í grein í Washington Post. í greininni segir hún að eftir að hún uppgötvaði leyndarmál móður sinnar 1995 hafi hún orðið ringluð hvað varðar eigin sjálfsmynd.

Þegar hún var að skoða gömul skjöl móður sinnar rakst á hún á skjal varðandi manntal í Louisiana árið 1900 og sá að nafn móðurafa hennar var þar og að hann var skráður svartur en það hafði Gail, sem hafði alltaf talið sig hvíta, ekki hugmynd um. Af þessu leiddi að móðir hennar er skráð sem „lituð“ í opinberum skjölum.

Hún segir einnig að viðbrögð móður hennar hafi ruglað hana í ríminu en hún hafi að lokum, þó treg til, fallist á ósk móðurinnar um að halda þessu leyndu. Á þeim 17 árum sem eru liðin síðan hún komst að þessu sagði hún aðeins eiginmanni sínum, börnum og nánum vinum frá því að móðir hennar væri af afrískum ættum þrátt fyrir að vera ljós yfirlitum.

En Gail var forvitin og vildi komast að því af hverju það var svo mikilvægt fyrir móður hennar að leyna uppruna sínum. Þegar hún kafaði byrjaði hún að sjá hegðunarmynstur móður sinnar í nýju ljósi. Var þetta ástæðan fyrir að Gail hitti móðurafa sinn aldrei eða sá myndir af honum? Var þetta ástæðan fyrir að móðir hennar forðaðist að vera í sólarljósi og var alltaf með andlitsfarða, meira að segja þegar hún svaf?

Móðir hennar giftist föður Gail árið 1944 en hann er hvítur. Hjónabandið var einmitt lykillinn að ótta móðurinnar við að sannleikurinn kæmi í ljós að mati Gail. Fjölskyldan bjó í úthverfi Cleveland þar sem meirihluti íbúanna var hvítur og leyndi ekki fyrirlitningu sinni á lituðu fólki. Þetta átti einnig við um föður Gail.

Niðurstaða Gail er því að móðir hennar hafi fundið sig tilneydda til að leyna uppruna sínum og skera á öll tengsl við fjölskyldu sína, að öðrum kosti hefði hún átt á hættu að eiginmaður hennar hefði hent henni út. Hún hafi því þurft að þola niðrandi athugasemdir eiginmannsins um hennar eigin kynþátt. Það hljóti því að hafa verið mat hennar að þetta væri þess virði vegna þess félagslega ávinnings, sem hún naut sem „lituð“ kona, við að hafa gifst hvítum millistéttarmanni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá

Kötturinn sem Davíð Oddsson dekraði fallinn frá
Fréttir
Í gær

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“

Tryggvi fastur á Landspítalanum í átta mánuði – „Börnin eru bara að molna niður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu

Líkamsárás í Breiðholti – Ökumenn í vímu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök

Slökkvistarf stendur enn yfir á Hvaleyrarbraut – Ekki vitað um eldsupptök
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Óþægilegt fyrir alla

Óþægilegt fyrir alla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku

Einn af hverjum þremur Íslendingum les ekki bækur á íslensku
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega

Arnrún lenti í óhugnanlegu atviki: „Hryllir við því hvað hefði getað gerst“ – Hvetur fólk til að fara varlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn