fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hryllilegt barnaníðsmál í Danmörku -Foreldrar grunaðir um að hafa beitt fjögur börn sín miklu ofbeldi í 13 ár

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona, sem búa á sunnanverðu Jótlandi í Danmörku, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald en þau eru grunuð um að hafa beitt fjögur börn sín miklu og ítrekuðu ofbeldi á árunum 1987 til 2000. Kynferðislegt ofbeldi, annað gróft líkamlegt ofbeldi sem og andlegt ofbeldi eru meðal þess sem fólkið er grunað um að hafa beitt börn sín. Þau eru einnig grunuð um að hafa leyft „karlkyns fjölskylduvinum“ að misnota tvær dætur þeirra kynferðislega og nauðga þeim.

Radio24syv skýrði frá þessu í gær en fjölmiðillinn byggir frétt sína á málsgögnum frá undirrétti í Esbjerg þar sem gæsluvarðhaldskrafan var lögð fram þann 7. nóvember síðastliðinn.

Miðað við málsgögnin þurftu börnin að búa við daglegt ofbeldi árum saman. Fram kemur að faðirinn er grunaður um að hafa nauðgað stjúpdóttur sinni frá því að hún var aðeins þriggja ára gömul auk þess að beita hana öðru kynferðislegu ofbeldi. Hann er einnig grunaður um að hafa á kerfisbundinn hátt lamið hana með krepptum hnefa, löðrungað hana, slegið hana með svipu, sparkað í hana og slegið hana í andlitið með beltissylgju.

Hann er einnig grunaður um að hafa beitt stjúpson sinn kynferðislegu ofbeldi frá því að hann var fjögurra ára og þar til hann varð níu ára. Á sama tíma beitti hann drenginn grófu líkamlegu ofbeldi.

Fólkið er grunað um að hafa beitt tvær dætur sína, sem þau eiga saman, kynferðislegu ofbeldi og grófu ofbeldi. Þetta ofbeldi er sagt hafa hafist þegar stúlkurnar voru kornungar. En óhugnaðurinn var ekki aðeins bundinn við foreldrana því samkvæmt málsgögnum er fólkið grunað um að hafa leyft „karlkyns fjölskylduvinum“ að nauðga dætrunum tveimur og neyða þær til munnmaka.

Lýsingum á hryllingnum er ekki þar með lokið því foreldrarnir eru sagðir hafa „örvað fjölskylduhundinn þannig að hann hafði sáðlát á andlit barnanna“ og að hafa látið hann míga á andlit barnanna.

Lögreglan komst á snoðir um ofbeldið um miðjan ágúst þegar ein af dætrunum, sem nú er fullorðin, kom til lögreglunnar og skýrði frá ofbeldinu sem hún mátti þola. Hálfsystir hennar er sögð hafa skýrt frá atburðum á sama veg.

Í úrskurði dómara kemur fram að lýsingar stúlknanna „séu mjög nákvæmar“ og þær hljóti stuðning í teikningum sem önnur þeirra gerði á barnsaldri. Fjölskyldan bjó í Vejen og þar átti ofbeldið sér stað. Tvö barnanna eru börn konunnar frá fyrra sambandi en þau grunuðu eiga tvær dætur saman eins og fyrr er getið.

Málið minnir að vissu leyti á hið svokallaða Tønder-mál sem upp kom 2005 en það snerist um grófa og víðtæka misnotkun foreldra á tveimur dætrum sínum. Þau leyfðu fjölda karlmanna að nauðga dætrunum og misnota þær kynferðislega. Hér er hægt að lesa umfjöllun Pressunnar um Tønder-málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“