Fréttir

Fóru menn ekki til tunglsins? Telur að ljósmynd sanni að allt hafi þetta verið sviðsett

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 08:05

„One small step for man, one giant leap for mankind“, sagði Neil Armstrong þegar hann steig fyrstu manna fæti á tunglið 1969. Svo sannarlega söguleg stund og áfram héldu menn að fara til tunglsins næstu árin en 1972 fór Apollo 17 þangað og var það í síðasta sinn, að sinni, sem menn gengu um yfirborð þessa fylgihnattar okkar. En var þetta allt saman kannski bara blekking ein? Fóru menn kannski alls ekki til tunglsins? Var þetta allt saman sviðsett í kvikmyndaveri hér á jörðu niðri?

Þessara spurninga hefur verið spurt í gegnum tíðina en margir hafa áhuga og skoðanir á málinu og samsæriskenningasmiðir hafa mikinn áhuga á þessu.

Í nýju myndbandi, sem hefur fengið mikið áhorf síðustu daga, er þeirri spurningu varpað fram hvort mynd af Eugene Cernan, á göngu á tunglinu, sýni og sanni að allt hafi þetta verið sviðsett. Á myndinni sést hann á göngu með myndavél í hönd. Í fyrstu er ekkert athugavet að sjá við myndina en ef þysjað er inn sést eitthvað birtast í speglun á gleri á hjálmi Cernan.

Hér sést speglunin í glerinu.
Hér sést speglunin í glerinu.

Mynd: NASA

Eftir því sem samsæriskenningasmiðir segja þá er það maður sem sést speglast í glerinu og það sem meira er hann er ekki í geimbúningi. Youtube notandinn Streetcap1 segir að maðurinn líkist venjulegum ungum manni á áttunda áratugnum, með sítt hár og í vesti.

Independent segir að Apollo 17 hafi verið lengsta tunglferðin en hún stóð yfir frá 7. desember til 19. desember 1972.

Í kjölfar birtingar myndbandsins á Youtube hafa fjölmiðlar reynt að fá viðbrögð frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA en án árangurs því stofnunin hefur þá stefnu að tjá sig ekki um samsæriskenningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“

Hallgrímur jarðar hátíðina á Þingvöllum: „Þar voru aðeins um tuttugu eldri hjón, sem öll höfðu gert smá krók á leið sinni úr sumarhúsum sínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna 

Guðni veitti Piu Kjærsgaard fálkaorðuna