fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Unglingar látnir vinna sleitulaust við að setja saman iPhone-síma

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þrjú þúsund nemendur í skóla einum í Kína segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við skólayfirvöld en nemendurnir voru látnir vinna, stundum í ellefu klukkustundir á dag, við að setja saman iPhone X-snjallsíma frá Apple.

Sex þessara nemenda stigu fram í viðtali við Financial Times á dögunum þar sem þeir lýstu þessu. Nemendurnir, sem eru á aldrinum 17 til 19 ára, voru látnir vinna í verksmiðjum Foxconn í borginni Zhengzhou í Kína, en Foxconn hefur áður komist í fréttirnar vegna bágra kjara starfsfólks.

Að sögn nemendanna sögðu skólayfirvöld að vinna þeirra í verksmiðjunni væri hluti af námi þeirra, starfið væri í raun forsenda þess að þeir gætu lokið námi og útskrifast. Þeir hafi verið látnir setja saman myndavélar fyrir iPhone X-símana þó starfið tengdist námi þeirra ekki á nokkurn hátt.

Alls hafa um þrjú þúsund nemendur við Zhengzhou Urban Rail Transit-skólans unnið í verksmiðjum Foxconn síðan í september. Skólayfirvöld vildu ekki tjá sig um málið þegar Financial Times leitaði viðbragða en bæði Apple og Foxconn sögðust ætla að skoða málið. Var það staðfest að unglingar hefðu stundum unnið í rúmar 40 klukkustundir á viku í verksmiðjum Foxconn en að sögn Apple var enginn neyddur til að vinna í verksmiðjunni. Þá hafi nemendurnir fengið greitt fyrir vinnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu